Morgunrútína Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar

Elísabet Bretadrottning fær sér te í morgunsárið.
Elísabet Bretadrottning fær sér te í morgunsárið. AFP

Hvernig ætli Elísabet Bretadrottning byrji daginn sinn? Brian Hoey, höfundur bókarinnar At Home With The Queen, segir Elísabetu vakna snemma eða í kringum 7:30.

Það fyrsta sem Elísabet gerir er að fá sér te frá Twinings sem hún drekkur úr postulínsbolla. Þá gæðir hún sér á kexkökum með teinu. Þess má geta að Elísabet fær sér ekki sykur út í teið.

Því næst skellir drottningin sér í bað.

Eftir baðið fær hún sér morgunkorn ásamt Filippusi eiginmanni sínum. Kornfleks mun vera í uppáhaldi hjá henni. Í bók Hoeys kemur fram að morgunkornið í höllinni sé geymt í tupperware-ílátum. Á meðan Elísabet borðar morgunmatinn les hún blöðin og hlustar á útvarpið.

Þá vitum við það!

Te frá Twinings mun vera í uppáhaldi hjá Elísabetu Bretadrottningu.
Te frá Twinings mun vera í uppáhaldi hjá Elísabetu Bretadrottningu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál