5 leiðir til að eiga ekki ömurlegan mánudag

Mánudagar þurfa ekki að vera af hinu illa.
Mánudagar þurfa ekki að vera af hinu illa. Skjáskot af Daily Elite

Mánudagar eru í litlu uppáhaldi hjá flestum. Það er þó ekki við mánudagana að sakast, enda má vel undirbúa sig svolítið á sunnudögum til að gera þá bærilegri. Það er að segja ef maður er ekki of upptekinn við að dútla sér á náttfötunum, sötra kaffi og glápa á Netflix.

Hér er að finna nokkur ráð sem birtust á Elite Daily sem eru vel til þess fallin að gera mánudagana bærilegri.

Ekki fresta

Öll elskum við að liggja í leti um helgar, en það er þó betra að nota fríið í eitthvað gáfulegt. Líkt og að ljúka hlutum sem hafa safnast upp, til dæmis að kaupa í matinn eða þrífa baðherbergið.

Á föstudögum er gott að skrifa lista yfir hluti sem þú ætlar að klára yfir helgina. Að sjálfsögðu er það ekki nóg, því þú þarft líka að klára þá.

Þú verður fegin/n á mánudaginn.

Hugsaðu fram í tímann

Áður en nýja vikan gengur í garð er gott að vera búinn að skipuleggja sig. Skrifaðu niður allt sem þú þarft að klára fyrir föstudag. Þegar allt er komið á blað getur þú gert tímaáætlun.

Ef þú skipuleggur þig eru minni líkur á að þú frestir hlutunum eða lendir í tímaþröng.

Ákveddu hvaða fötum þú ætlar að klæðast

Mörg hver erum við sek um að ýta of oft á „snooze“-takkann á morgnana. Ef þú ert búin/n að taka til fötin sem þú ætlar að klæðast kvöldið áður sparar þú þér hinsvegar tíma á morgnana, sem þú getur jafnvel eytt í örlítið kúr.

Það er enginn að segja að þú þurfir að setjast niður um helgina og ákveða hverju þú ætlar að klæðast út alla vikuna. Það er nóg að hugsa einn dag fram í tímann.

Vertu búin/n að þvo flíkurnar sem þú ætlar að klæðast svo þú lendir ekki í því að þurfa að skipta um föt um morguninn vegna þess að það er blettur í uppáhaldsbuxunum.

Ákveddu hvað á að vera í matinn

Ef þú skipuleggur hvað þú ætlar að borða og vinnur í haginn verður vikan mun auðveldari.

Þú getur eldað kjúklingabringu, gufusoðið grænmeti og soðið ýmsar tegundir af grjónum eða korni. Mörg matvæli geymast vel í kæli eftir að þau eru elduð, þetta er því frábær leið til að létta sér lífið.

Ef þú átt tilbúinn mat sem þú getur hitað upp án mikillar fyrirhafnar er ólíklegt að þú látir glepjast af tilboðinu á uppáhalds-skyndibitastaðnum þínum.

Taktu til í tölvutöskunni

Á sunnudögum er gott að kíkja í tölvutöskuna og athuga hvort þar sé að finna hafsjó af kvittunum, gömlum pennum og varasölvum.

Sturtaðu öllu úr og hentu því sem henda má. Gott er að venja sig á að pakka fartölvunni, pennunum, bókunum eða hverju því sem þú þarft að taka með í vinnu, eða skólann, í töskuna kvöldið áður. Með því móti sparar þú þér nokkrar mínútur á morgnana.

Haltu heimilinu í röð og reglu

Ef allt er í röð og reglu heima hjá þér muntu eiga auðveldara með að einbeita þér. Taktu frá einn til tvo klukkutíma á sunnudegi til að taka svolítið til. Taktu til á skrifborðinu, hentu gömlum blöðum í tunnuna og tíndu skítug föt upp af gólfinu (ef einhver eru).

Ef þú þarft að sinna einhverjum erindum er betra að ljúka þeim af í stað þess að fresta þeim fram að næstu helgi. Því meira sem þú vinnur í haginn, því auðveldari verður vikan þín.

Jafnvel þótt þú komir ekki nema einu þessara atriða inn í rútínuna þína mun vikan framundan að öllum líkindum vera mun þægilegri.

Hver veit nema þú græðir svolítinn frítíma um næstu helgi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál