Stærstu náttúrulegu brjóst heims

Anna Hawkins.
Anna Hawkins. Ljósmynd/Heimsmetabók Guinness

Öll erum við sæmilega lík en þó ólík enda lífið leiðinlegt væru allir eins. Heimsmetabók Guinness heldur utan um hin furðulegustu heimsmet en nokkur mögnuð eru á þessum lista:


1. Stærstu náttúrulegu brjóstin

Anna Hawkins státar af brjóstaummáli upp á 177 cm. sem er u.þ.b. meðalhæð karlmanns. Það eru stærstu brjóst í heimi sem ekki eru sköpuð af lýtalækni.

Francisco Domingos Joaquin.
Francisco Domingos Joaquin. Ljósmynd/Heimsmetabók Guinness


2. Teygjanlegasti munnurinn

Angolamaðurinn Fransisco er með teygjanlegasta munninn. Miðað við myndina ætti hann að geta klárað grautinn sinn nokkuð hratt og örugglega auk þess sem sérstaklega er tiltekið að hann komi heilli kókdós fyrir í munninum, þversum. 

Svetlana Pankratova.
Svetlana Pankratova. Ljósmynd/Heimsmetabók Guinness


3. Lengstu leggir heims

Hún Svetlana er með lengstu kvenleggi heims en þeir eru heilir 130 cm að lengd. Það er ekkert grín að halda þeim hárlausum en kosturinn er að hún getur bara klofað yfir menn sem eru með derring.

Mehmet Ozyureks.
Mehmet Ozyureks. Ljósmynd/Heimsmetabók Guinness


4. Lengsta nefið

Tyrkinn Mehmet er með níu sentimetra langt nef. Hann er ekki í vandræðum með að gefa öðrum langt nef.

Garry Turner.
Garry Turner.


5. Teygjanlegasta húðin

Garry Turner er með teygjanlegustu húð sem mæld hefur verið. Hann getur togað húðina allt að 16 sentimetra frá líkamanum.

Christine Walton.
Christine Walton. Ljósmynd/Heimsmetabók Guinness


6. Lengstu neglurnar

Christine Walton er með lengstu neglur í heimi eða um 720 sentimetra. Christine hefur ekki klippt á sér neglurnar í 25 ár og glímir ekki við vandamálið að naga neglurnar.

Fjölmörg önnur heimsmet má sjá í heimsmetabók Guinness en Smartland Mörtu Maríu fagnar fjölbreytileika mannlífsins og minnir á að öll erum við einstök hvert á sinn hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál