Fyrstu 12 orðin skipta höfuðmáli

Mörgum þykir stressandi að fara í atvinnuviðtöl.
Mörgum þykir stressandi að fara í atvinnuviðtöl. Skjáskot Google

Stundum á mikilvægasti þáttur atvinnuviðtals sér stað áður en viðtalið raunverulega hefst. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru umsækjendur nefnilega oft dæmdir eftir því hversu vel þeim ferst úr hendi að spjalla. Í raun og veru skipta 12 fyrstu orðin sem umsækjendur láta út úr sér, á leið sinni yfir í viðtalsherbergið, höfuðmáli.

Það eiga ekki allir létt með kurteisishjal. Þess vegna hefur The Guardian tekið saman nokkur dæmi um 12 orða setningar sem gott er að hafa á takteinunum áður en haldið er í atvinnuviðtal. Þar er einnig að finna dæmi um setningar sem umsækjendur ættu að forðast í lengstu lög.

Gott:

„Stressuð. Nei, nei, ég er bara spennt. Þetta virðist vera frábær vinnustaður.“

„Um helgina tók ég þátt í skemmtihlaupi. Hvernig var svo helgin þín?“

„Æðislegt veður, finnst þér ekki? Maður finnur næstum því lyktina af vorinu.“

„Ég hef kynnt mér fyrirtækið. Mér þótti mikið til síðasta ársreiknings koma.“

„Æðislegt hús. Það tekur ábyggilega sinn tíma að fara að rata um.“

„Ég hef ekki beðið lengi. Auk þess var vel hugsað um mig.“

„Í hreinskilni sagt held ég að ég myndi passa vel inn hér.“

Ekki eins gott:

„Stressuð, nei ekki ég. Hendurnar á mér skjálfa alltaf svona mikið á morgnana.“

„Bólgan hefur hjaðnað mikið. Þú hefðir átt að sjá mig í gær.“

„Rosalega er bjart úti. Ég er venjulega ekki vöknuð á þessum tíma.“

„Áður en við byrjum, er ég ekki alveg örugglega á réttum stað.

„Getum við beygt til vinstri. Þau eru aftur byrjuð að elta mig.“

„Á móttökudaman hérna í alvöru kærasta, eða er hún bara að þykjast?“

„Ég ætla að vera hreinskilin. Ég þarf að fá svolítið borgað fyrirfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál