6 hlutir sem þú skuldar yfirmanni þínum ekki

Það er mikilvægt að huga að líðan fólks í vinnunni, …
Það er mikilvægt að huga að líðan fólks í vinnunni, til að forðast að það brenni út. Skjáskot Google

Flest viljum við standa okkur vel í vinnunni. Það ætti þó aldrei að vera á kostnað heilsunnar. Nýleg rannsókn sem framkvæmd var af American Psychological Associoation bendir til þess að rúmlega helmingur fólks skoði vinnupóstinn í frítíma sínum. Slíkt getur verið streituvaldandi og haft í för með sér ýmsa leiðindakvilla.

Forbes hefur því tekið saman sex hluti sem þú skuldar yfirmanni þínum ekki.

Heilsuna þína
Það er engum hollt að leyfa streitu að safnast upp, sofa lítið og sitja við skrifborð allan daginn. Áður en þú veist af gætir þú verið komin með bakverk og bumbu.

Mikilvægt er að viðhalda rútínu. Hugleiddu hvað þú þarft að gera til þess að halda heilsu, til að mynda fara í göngutúra í hádeginu, ekki vinna um helgar og nýta sumarfríið þitt.

Fjölskylduna þína
Fjölskyldan situr oft á hakanum sökum vinnunnar. Auðvitað þurfa allir að framfleyta sér, mundu þó að á dánarbeðnum hugsa flestir um tímann sem þeir eyddu með fjölskyldu og vinum, ekki um allan peninginn sem þeir unnu sér inn. 

Geðheilsu þína
Starf sem gengur fram af þér og stofnar geðheilsu þinni í hættu er líklega ekki þess virði að halda í. Þegar þú hefur skilað góðu dagsverki, eða unnið af krafti alla vikuna, geturðu einfaldlega sagt nei þegar yfirmaðurinn biður þig að vinna meira. Að sjálfsögðu geturðu unnið yfirvinnu óskir þú þess, en það er mikilvægt að geta sagt nei þegar þú þarft tíma tíma fyrir þig, fjölskyldu og vini.

Sjálfsmynd þína
Þó að vinnan sé að öllum líkindum mikilvægur hluti sjálfsmyndar þinnar er ekki gott ef hún er það eina sem þú byggir sjálfsmyndina á. Þú þarft að eiga þér líf utan vinnunnar.

Tengiliðina þína
Að sjálfsögðu skuldar þú yfirmanni þínum þitt besta framlag. Það þarf þó ekki að þýða að þú sért skuldbundin/n til að deila tengiliðum með honum. Tengiliðirnir þínir eru tilkomnir vegna elju þinnar, og þótt þú gætir látið fyrirtækið sem þú vinnur hjá njóta góðs af er það alls ekki skylda þín.

Heilindi þín
Að fórna heilindum sínum getur leitt til gríðarlegrar streitu. Ef gerðir þínar og skoðanir eru farnar að stangast á ættirðu að láta yfirmanninn vita. Ef það fellur í grýttan farveg er kannski kominn tími til að hugsa sér til hreyfings.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér

Mikilvægt er að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.
Mikilvægt er að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Skjáskot Forbes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál