Barneignir gætu framkallað lægri einkunnir

Halla Koppel segir vel hægt að stunda nám með barn …
Halla Koppel segir vel hægt að stunda nám með barn upp á arminn, svo lengi sem skipulagið sé gott. Skjáskot Financial Times

Leik- og söngkonan Halla Koppel stundar um þessar mundir MBA-nám við Oxford-háskóla. Halla hefur vakið mikla eftirtekt innan skólans sem utan enda hóf hún skólagönguna tveimur dögum áður en dóttir hennar Louisa kom í heiminn.

„Fyrstu önnina reyndi ég að mæta í alla tíma, og mér tókst það næstum því. Ég var mætt í tíma viku eftir að hún kom í heiminn, enda leið mér betur en ég hafði átt von á,“ sagði Halla í samtali við Financial Times.

Halla segist hafa verið undir það búin að móðurhlutverkið kæmi ögn niður á einkunnum sínum og viðurkennir að hún þurfi að halda vel á spöðunum til að allt gangi upp.

„Ég vissi að með því að eignast barn myndi ég eiga á hættu að fá lægri einkunnir en ég hefði ella getað fengið. Mér var kunnugt um það frá upphafi, en er þó sátt við þetta allt saman.

Það eina sem hefur reynst erfitt er að skipuleggja mig í kringum tíma annarra, en ég á ekki auka 15 mínútur sem ég get notað til þess að bíða.

Ef ég sá fram á að fundir yrðu lengri en gert var ráð fyrir í upphafi kom ég með dóttur mína með mér, eða hélt fundina heima hjá mér,“ bætti Halla við, en hún býr í nokkurra mínútna fjarlægð frá skólanum.

Halla segir að mikilvægt sé að nemendur læri að vinna með mæðrum, enda reyni margar konur á vinnumarkaðnum að fara leynt með að þær eigi börn.

„Ég vildi taka þátt í að breyta þessu. Barneignir eru hluti af lífinu. Það ætti ekki að líta þær öðrum augum.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál