Meistaratalan 11 – Tala brautryðjandans

Talan er 11 er alveg mögnuð tala.
Talan er 11 er alveg mögnuð tala.

Benedikt Lafleur rýnir í tölu dagsins, 11. febrúar 2016, fyrir lesendur Smartlands Mörtu Maríu. 

Talan 11 er samstæð tala eins og 22, 33 og svo framvegis og því meistaratala samkvæmt talnaspekifræðunum. Ellefan sver sig í ætt við ásinn, eiginleikar hans birtast hér bara með margföldum þunga. Metnaður ássins verður að köllun sem meistaranum er ætlað að vinna í þágu heildarinnar. Framkvæmdasemi ellefunnar þolir enga bið og drifkraftur hennar er í senn hreinsandi og uppbyggjandi. Ellefunni fylgir mikil spenna og óþolinmæði, en um leið mikill kraftur og hreinsunarmáttur ef orkunni er beint í jákvæðar áttir, annars niðurrif og eyðileggingu.

Ellefan hér endurspeglar kærleikskraft febrúarmánuðar, í tvistinum sem þeim mánuði fylgir. Ef við leggjum saman tvo og 11, þ.e. daginn í dag og mánaðartöluna 2, fáum við afar krefjandi tölu, umbreytingartöluna 13. Það er sama með hana og töluna 11, annað hvort tekst okkur að ná frumkvæðinu í okkar lífi eða getum orðið fórnarlömb ytri aðstæðna sem leika okkur illa.

Ellefan er miskunnarlaus og þolir enga bið á að framkvæma hugsjónir sínar. Hún vinnur oft mikið brautryðjendaverk í þágu heildarinnar, sem ekki allir trúa endilega á og þarf að færa miklar fórnir fyrir vikið og stundum skilningsleysi annarra. Hollt og gott er fyrir ellefuna að njóta aðstoðar kærleiksríkrar sálar, helst tvistsins sem er tilbúin að fórna sér fyrir málstaðinn með ellefunni og aðstoða hana í eldraun sinni. Slíkt samspil gæti orðið til að hjálpa ellefunni til að knýja fram umbreytingaráform sín, þó það kunni að taka hana lengri tíma en hana óraði fyrir.

Ef við leggjum saman 13 við ártöluna 9 (þversumma 2016) fáum við aðra meistaratölu, töluna 22. Þessi tala er afar öflug kærleikstala sem ætlað er að standa að félagslegri uppbyggingu í þágu samfélagsins og stuðla að framgangi fjölskylduvænna gilda. Framkvæmdir og hugsjónir ellefunnar á þessu ári og á þessum degi í febrúarmánuði geta því varla klikkað ef eindreginn vilji er fyrir því að láta gott af sér leiða í einlægum tilgangi. Um leið felur talan 22 í sér spennu og innri bremsur sem kunna að hindra för eða tefja áætlanir hinnar kjarkmiklu meistaratölu. Af þessum sökum þarf ellefan að sýna sjálfri sér og öðrum töluverða þolinmæði ef ekki á að fara illa fyrir henni. Munið brautryðjendur, að gefast ekki upp og leita aðstoðar ef þörf er á. Þolinmæðin þrautir vinnur allar!

Hægt er að fá upplýsingar um tölur og bæði grunngreiningu og meiriháttar greiningu hjá Benedikt á netfanginu lafleur@simnet.is

Rýndu í tölurnar áður en þau giftu sig

Benedikt Lafleur talnaspekingur ásamt eiginkonu sinni á brúðkaupsdaginn.
Benedikt Lafleur talnaspekingur ásamt eiginkonu sinni á brúðkaupsdaginn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál