Hvað kostar að gifta sig?

Það kostar peninga að gifta sig.
Það kostar peninga að gifta sig. mbl.is/GettyImages

Það er víst kostnaðarsamt að ganga í það heilaga ef halda á flotta brúðkaupsveislu með öllu tilheyrandi. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun þar sem nokkur helstu atriði eru upptalin. Hafa skal í huga að hér er miðað við 100 manna brúðkaupsveislu þar sem öllu er tjaldað til. Guðný Hrönn | gudnyhronn@mbl.is

Boðskort

Algengt verð fyrir 60 boðskort er í kringum 10.200 krónur það sem brúðhjónin velja ljósmynd og semja texta sjálf. Miðað við kort sem eru 10x20 cm og umslög fylgja með. Verðhugmynd frá Filmverk.

mbl.is/GettyImages

Giftingarhringar

Einfaldir giftingarhringar úr gulli kosta gjarnan í kringum 120.000 krónur settið. Verð miðað við vinsæla hringa hjá Jóni og Óskari.

Kirkja, prestur og tónlist

Að leigja kirkju og þjónustu kirkjuvarðar kostar í kringum 12.000 krónur. Prestur kostar svo oft á bilinu 10.000-20.000 krónur. Verð fyrir tónlistaratriði í athöfninni er afar breytilegt eftir því hvað brúðhjónin velja en organisti kostar gjarnan í kringum 25.000 krónur.

Salur, veitingar og vín

Ef miðað er við að veislan yrði haldin í Gyllta Salnum á Hótel Borg má gera ráð fyrir að heildarpakkinn myndi kosta 1,2 milljónir fyrir 100 manna veislu. Inni í því verði er þriggja rétta máltíð og vín, þjónusta, dúkar, kerti, uppsetning og þrif. Reiknað er með tveimur og hálfu glasi af víni á mann og miðað við að 80 manns séu að drekka áfengi.

Plötusnúður

Reynslumikill DJ sem heldur uppi stuðinu í veislunni kostar á bilinu 80.000-120.000 krónur. Verðdæmi af www.komduiparty.is.

Fatnaður

Brúðarkjóll kostar gjarnan í kringum 130.000 krónur. Og að leigja smóking með öllu tilheyrandi á brúðgumann kostar á bilinu 14.900-18.900 krónur. Verðdæmi frá Brúðarkjólaleigu Katrínar.

Nærföt

Brúðarnærfatasett kostar allt frá 15.000 krónum upp í 30.000 krónur, verðhugmynd frá Lífstykkjabúðinni.

Hár

Brúðargreiðsla kostar á bilinu 12.800 til 14.100 á hárgreiðslustofunni Kúltura í Glæsibæ.

Brúðarvöndur

Kosta gjarnan á bilinu 12.000-18.000 krónur, verðdæmi frá Garðheimum.

mbl.is/GettyImages

Förðun

Brúðarförðun kostar 9.000 krónur hjá MAC í Kringlunni og Smáralind en innifalið í verðinu eru vörur að eigin vali að andvirði upphæðarinnar.

Ljósmyndari

Brúðkaupsmyndataka þar sem athöfnin er líka mynduð kostar oft í kringum 140.000 krónur. Inni í því verði eru útprentuð eintök. Verðdæmi frá ljósmyndara sem sérhæfir sig í brúðkaupsmyndatökum.

Samtals heildarkostnaður

2,4 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál