Svona lætur þú villtustu drauma þína rætast

Marga dreymir eflaust um að fara í dásamlegt frí með …
Marga dreymir eflaust um að fara í dásamlegt frí með fjölskyldunni. Ljósmynd / Thinkstock Getty Images

Öll eigum við okkur drauma, sem við myndum gjarnan vilja að yrðu að veruleika. Margir gefast þó heldur til auðveldlega upp.

Á vef Mindbodygreen er að finna nokkur skotheld ráð til að láta drauma sína rætast.

Búðu til hugarkort
Hugarkort getur samanstaðið af ljósmyndum, tilvitnunum eða hreinlega öllu því sem veitir þér innblástur. Gott er að nota korktöflu til að safna hugmyndunum saman, en taflan mun síðan minna þig á markmið þín.

Sjáðu fyrir þér lífið sem þig langar í
Passaðu þig á að hengja hugarkortið á áberandi stað þar sem þú eyðir talsverðum tíma. Hugleiddu síðan myndirnar á hverjum degi. Ef markmið þitt er að finna ástina skaltu sjá fyrir þér samband þitt og draumamakans.

Farðu með jákvæðar staðhæfingar
Staðhæfingar geta verið yfirlýsingar um hvað sem er, til að mynda: „Ég er róleg/ur og ætla ekki að leyfa kvíða og áhyggjum að ná tökum á mér. Festu á blað sjö til 10 staðhæfingar sem eiga vel við. Farðu svo með þær daglega, þótt þú trúir þeim kannski ekki alveg.

Ekki hlusta á nöldurseggina
Allir hafa skoðanir og margir munu hreint ekki sýna þér stuðning. Þrátt fyrir að vinir og vandamenn eigi erfitt með að hugsa út fyrir kassann þarf ekki að vera að markmið þitt sé svo galið. Ekki hlusta á neikvæðnisraddirnar.

Aflaðu þér upplýsinga
Farðu á stúfana og aflaðu þér upplýsinga um það sem þig langar að koma í verk. Rannsókn hvetur þig áfram og hjálpar þér að átta þig á næstu skrefum. Margir vísa draumum sínum á bug, án þess að kanna hvað þurfi að gera til að láta þá verða að veruleika.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál