Þetta skalt þú ekki segja í atvinnuviðtali

Það er ekki gott að gaspra um alls kyns vitleysu …
Það er ekki gott að gaspra um alls kyns vitleysu í atvinnuviðtölum. Ljósmynd Thinkstock / Getty Images

Atvinnuleit getur verið afar streituvaldandi, og eru atvinnuviðtöl þar ekki undanskilin. Margir verða það stressaðir að þeir fara að gaspra um hluti sem eiga bara hreint ekki heima í slíkum viðtölum.

Á vef Forbes er að finna lista yfir umræðuefni sem eiga ekkert erindi í atvinnuviðtöl.

Fjármál
Það er auðvelt að misstíga sig og fara að gaspra um bágan fjárhag, en það hjálpar þér ekki að krækja í starfið og gæti hreinlega unnið á móti þér.

Sambönd
Það er ekki gott að nota persónulegt líf sitt sem útgangspunkt í atvinnuviðtali. Geymið sögur af lífi ykkar fyrir vini og ættingja.

Lagaleg vandræði
Það kann ekki góðri lukku að stýra að brydda upp á umræðum um hvers konar lagaleg vandræði í atvinnuviðtali.

Veikindi
Ef þú tókst þér tíma frá vinnu vegna veikinda ber þér engin skylda að greina frá því í atvinnuviðtali. Ef þú hefur líkamlega burði til að sinna starfinu sem þú ert að sækja um er best að halda heilsufarslegum upplýsingum fyrir sjálfa/n þig.

Trúar- og stjórnmálaskoðanir
Best er að halda bæði trúar- og stjórnmálaskoðunum út af fyrir sig, nema í sérstökum tilfellum.

Gott er að vera búinn að undirbúa sig vel fyrir atvinnuviðtalið, til að koma í veg fyrir óþarfa þvaður. Sumum þykir gott að setja sig í karakter og fara í gegnum líklegar spurningar í huganum. Þá finnst sumum gott að þreyta sig líkamlega áður en viðtalið hefst, til að mynda með því að hlaupa upp nokkrar hæðir, og segja það slá á stress.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál