Glataðir yfirmenn eiga þetta sameiginlegt

Slakir stjórnendur hafa gjarnan litla stjórn á sér.
Slakir stjórnendur hafa gjarnan litla stjórn á sér. Ljósmynd Getty Images

„Sterkir yfirmenn aðlaga sig að umhverfi sínu. Þeir eru nógu sterkir til að stjórna með trausti, í stað ótta. Þeir þurfa ekki að garga skipanir, þeir treysta undirmönnum sínum. Þeir átta sig á því að þeir þurfa ekki alltaf að hafa rétt fyrir sér,“ svona hefst pistill Liz Ryan sem birtist á vef Forbes.

„Slakir yfirmenn hamast og garga á fólk. Þeir stjórna með ótta. Þeir verða að hafa rétt fyrir sér og þola ekki að einhver komi með betri tillögu en þeir sjálfir.“

Hér er listi yfir eiginleika sem arfaslakur yfirmaður býr yfir.

  • Helsta áhyggjuefni þitt í vinnunni er að halda yfirmanninum góðum.
  • Yfirmaður þinn gagnrýnir undirmenn sína mun oftar en hann hrósar þeim.
  • Yfirmaðurinn þarf alltaf að eiga síðasta orðið, sama hvert umræðuefnið er.
  • Hann er ekki hrifinn af því að þú færir út kvíarnar og prufir nýja hluti.
  • Þegar þú færð frábæra hugmynd þarftu að melta með þér hvort þú þorir að deila henni með yfirmanninum.
  • Yfirmaðurinn notast við aga og reglur til að hafa stjórn á þér og samstarfsfólki þínu.
  • Þú og samstarfsfólk þitt eigið auðvelt með að sjá hvenær yfirmaður þinn er reiður við eitthvert ykkar.
  • Yfirmaður þinn gerir mikið úr því þegar undirmaður hans mætir örsjaldan nokkrum mínútum of seint. Hann er alger smámunaseggur þegar kemur að reglum og er óhræddur við að refsa séu þær brotnar.
  • Yfirmaðurinn þinn er þekktur fyrir að vera ógnvekjandi og fólk í öðrum deildum finnur til með undirfólki hans.
  • Þú finnur fyrir gleði þegar þú hefur unnið heilan vinnudag án þess að þurfa að eiga í samskiptum við yfirmanninn.
  • Ef þú myndir segja yfirmanni þínum að eitthvað ótrúlegt hefði hent þig, líkt og að þú hefðir hlotið verðlaun, myndi hann ekki samgleðjast. Hann vill ekki að einhver varpi skugga á hann sjálfan.

Pistil Ryan í heild sinni má lesa hér.

Það er ekki sérlega eftirsóknarvert að vinna fyrir þennan.
Það er ekki sérlega eftirsóknarvert að vinna fyrir þennan. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál