Handafyrirsæta sem gerir ekki handtak

Stuart Reed lyftir ekki litla fingri heima við.
Stuart Reed lyftir ekki litla fingri heima við. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Stuart Reed er farsæl fyrirsæta, sem þénar allt að 180 þúsund krónum á dag fyrir að sýna fagrar hendur sínar.

Reed hugsar sérlega vel um lúkurnar, enda eru þær lífsviðurværi hans. Þar af leiðandi tekur hann ekki þátt í neinum heimilisstörfum eða erfiðisvinnu.

„Ég grínast með það ég sé handlagnasti kærasti sem fyrirfinnst í Bretlandi, en þegar kemur að því að skipta um ljósaperu, vaska upp, skipta um dekk, elda, þrífa eða gera nokkuð sem getur sett mark sitt á hendur mínar, geri ég það ekki,“ sagði Reed í samtali við Daily Mail.

„Margir hlæja að mér þegar ég segist aldrei hafa slegið garðinn, farið út með ruslið eða hengt upp mynd. Margir karlmenn gera grín að mér þegar ég segi þeim að ég sé handafyrirsæta, en flestir vilja vita hvernig það kom til.“

Reed segir að hann sé ekki latur, heldur þurfi hann einfaldlega að passa vel upp á hendurnar.

„Ef ég gæti hjálpað til með heimilisstörfin myndi ég gera það, en ég get ekki tekið áhættuna. Ég ber möndluolíu á hendur mínar kvölds og morgna og klæðist alltaf hönskum á leið minni í atvinnuviðtöl. Smáræðis hnjask getur orðið til þess að ég fæ ekki starfið.“

Reed hefur í gegnum tíðina auglýst nokkur úr.
Reed hefur í gegnum tíðina auglýst nokkur úr. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Reed tekur starf sitt alvarlega og sinnir engum húsverkum.
Reed tekur starf sitt alvarlega og sinnir engum húsverkum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál