Væri sjúklega gaman að gera gigg með Jack White

Kristjana Stefánsdóttir ætlar að syngja, spila, tralla og slappa af …
Kristjana Stefánsdóttir ætlar að syngja, spila, tralla og slappa af í sumar. Ljósmyndari / Baldur Kristjánsson

Kristjana Stefánsdóttir hefur verið að syngja frá blautu barnsbeini, enda segir hún að röddin hafi alltaf verið aðalhljóðfærið hennar. Þegar hún var barn að aldri byrjaði hún að syngja einsöng með kór, síðan tóku sveitaböllin við, en fyrsta sólóplatan kom út árið 2001. En hvað myndi Kristjana starfa við ef söngurinn hefði ekki unnið hug hennar og hjarta?

„Ég held ég myndi vera listamaður samt sem áður. Ég hef alltaf haft áhuga á hönnun og öllu handverki. Þannig að hugsanlega eitthvað í þá áttina,“ segir Kristjana, sem í sumar ætlar að ferðast um landið og halda tónleika með hinum geðþekka Svavari Knúti. En hvaða manneskju myndi Kristjana vilja troða upp með, lífs eða liðinni, ef Svavars nyti ekki við?

Paddy McAloon eða Jack White. Ég held að það væri  svo sjúklega gaman að gera gigg með þeim,“ svarar Kristjana sposk.

Þótt tónlistin heilli er ýmislegt annað sem togar í Kristjönu. Þá finnst henni að sjálfsögðu sérlega gaman að fara á tónleika, auk þess sem hún nýtur þess að fara í leikhús, sund og eyða tíma með vinum og fjölskyldu. „Ferðalög eru samt eitt það skemmtilegasta sem ég geri,“ bætir Kristjana við, en þegar hún þarf að slaka á finnst henni gott að stunda hugleiðslu, skella sér í sund eða hlusta á góða tónlist.

Dóttirin og tónlistin mestu gleðigjafarnir

Kristjana er ekki lengi að svara þegar hún er spurð að því hvað geri hana sérlega hamingjusama „Lóa dóttir mín og auðvitað tónlist“, bætir hún við. Þar að auki segist söngkonan halda sérlega upp á tölvuna sína, enda hafi hún að geyma allar tónsmíðarnar sem Kristjana hefur samið í gegnum árin.

Þrátt fyrir þéttskrifaða dagskrá ætlar Kristjana að taka sér svolítið frí í sumar, enda nauðsynlegt að slaka á. „Ég ætla að mér að taka fjögurra vikna sumarfrí og ég get ekki beðið. Ég ætla njóta þess að slappa af og heimsækja vini,“ segir Kristjana sem þó verður að spila á tónleikum bæði í júní og júlí.

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um tónleikaferðalagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál