Hvernig færðu mörg „læk“ á Instagram?

Það þrá margir að vita hver galdurinn á bak við …
Það þrá margir að vita hver galdurinn á bak við vinsæla Instagram-síðu er. Getty Images

Af hverju ná sumar ljósmyndir miklum vinsældum á Instagram en aðrar ekki? Stundum eru ástæðurnar óskiljanlegar og oft hrúgast „lækin“ hreinlega inn án nokkurrar augljósrar ástæðu. Einhverjir sérfræðingar hafa hellt sér ofan í tölfræðina og kannað málið. Í ljós kemur að litir eru meðal þess sem skiptir miklu máli þegar kemur að vinsældum ljósmynda, bleikur mun t.d. hafa jákvæð áhrif á mynd.

Það var doktorsneminn Aditya Khosla, sem stundar nám við MIT, sem rannsakaði málið ásamt öðrum. Hann setti svo upp vefsíðu þar sem fólk getur sett inn myndir og fengið einkunn út frá mögulegum vinsældum, allt frá 0,8 upp í 7.

Vissulega er myndefnið númer eitt, tvö og þrjú en hlutir eins og bikiní, stutt pils, byssa og bolli ýta undir vinsældir ljósmynda á Instagram.

Þeir hlutir sem draga úr vinsældum ljósmynda eru þá sleif, fartölva og golfkerra svo eitthvað sé nefnt.

Þá vitum við það!

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að sundföt …
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að sundföt ýta undir vinsældir ljósmynda á Instagram. Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál