Búið að „fótósjoppa“ nef keppenda Miss Universe Iceland

Stúlkurnar eru á aldrinum 18-26 ára og eru allar afar …
Stúlkurnar eru á aldrinum 18-26 ára og eru allar afar glæsilegar. Ljósmynd/Miss Universe Iceland

Í dag voru myndir af keppendum í Miss Universe Iceland-fegurðarsamkeppninni birtar á facebooksíðu keppninnar. Stúlkurnar eru á aldrinum 18 til 26 ára, hvaðanæva af landinu. Myndirnar hafa vakið töluverða athygli en svo virðist sem búið sé að útmá nefið af flestum af þessum glæsilegu stúlkum í myndvinnsluforriti.

Keppnin fer fram í september en þá verður valin sú stúlka sem fer út og keppir í Miss Universe-keppninni.

Þess má geta að þær Guðrún Dögg Rúnarsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir sem taka nú þátt í Miss Universe Iceland hafa báðar hlotið titilinn Ungfrú Ísland og því verður spennandi að fylgjast með keppninni í haust og sjá hvort þær nái tvisvar kjöri sem fegursta kona landsins.

Uppfært 28. júlí 2016:

„Fótósjoppuðu“ myndirnar var hægt að skoða á Facebooksíðu Miss Universe Iceland en búið er að skipta myndunum út fyrir nýjar myndir af keppendunum.

Þær Guðrún Dögg Rúnarsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir hafa báðar …
Þær Guðrún Dögg Rúnarsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir hafa báðar hlotið titilinn Ungfrú Ísland. Ljósmynd/Miss Universe Iceland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál