Selur búslóðina til að komast á Þjóðhátíð

Ásta Gunnlaugsdóttir er að leita sér að miða á Þjóðhátíð.
Ásta Gunnlaugsdóttir er að leita sér að miða á Þjóðhátíð. Ljósmynd/Facebook

„Ég hef aldrei farið og það er búið að peppa mig svo mikið að ég varð eiginlega bara að gera þetta,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir sem birti á dögunum afar athyglisverða auglýsingu á sölusíðu á Facebook. Í auglýsingunni tilkynnti Ásta að hún væri að selja allt dótið sitt svo hún kæmist á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina með vinkonum sínum.

„Mig langaði rosa mikið að fara en þetta var eiginlega bara skyndiákvörðun,“ segir Ásta sem er í miðjum flutningum núna. Hún segist sjá eftir mörgum af þeim hlutum sem hún hefur selt til þess að eiga efni á miðunum en þetta hafi verið hennar eini kostur til þess að komast til Eyja.

Hér má sjá færslu Ástu á Facebook.
Hér má sjá færslu Ástu á Facebook. Ljósmynd/Facebook

Skilaboðunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Ástu og er íbúðin nánast tóm. Nú á Ásta þó eftir að finna sér miða með Herjólfi og í dalinn. „Draumamiðinn minn er klukkan 19:00 á föstudagskvöld því þá eru allar vinkonur mínar að fara. Ef miðinn reddast er ég á leið á Þjóðhátíð,“ segi Ásta að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál