Fórnarlamb sýruárásar gengur tískupallana

Reshma Bano mun taka þátt í tískuvikunni í New York.
Reshma Bano mun taka þátt í tískuvikunni í New York. Ljósmynd / skjáskot Stylist

Hin 19 ára Reshma Bano mun ganga tískupallana á tískuvikunni í New York sem fram fer í næsta mánuði.

Bano, sem er frá Indlandi, er ólík flestum fyrirsætunum sem stíga á svið en hún varð fyrir hrottalegri sýruárás árið 2014.

Bano vill með þátttöku sinni vekja fólk til umhugsunar, og hvetja til þess að almenn og eftirlitslaus sala á brennisteinssýru verði gerð ólögleg á Indlandi. Vökvann má fá á hverju götuhorni, en árlega eru gerðar í kringum 1.000 sýruárásir þar í landi, sem langflestar beinast að konum.

„Aldrei trúði ég því að ég myndi fara til útlanda, og hvað þá að ég myndi taka þátt í stórri tískusýningu. Ég er svo hamingjusöm að hafa verið beðin að taka þátt í sýningunni og fyrir að hafa fengið tækifæri til sýna fólki að fegurðin felst í sálinni, ekki útlitinu.“

Í kjölfar árásarinnar þjáðist Bano af miklu þunglyndi, en nú vonast hún til að veita öðrum fórnarlömbum sýruárása innblástur líkt og fram kemur í frétt Stylist.

„Ég vona að þátttaka mín gefi þeim hugrekki og sýni þeim að þær þurfa ekki að fela sig á bak við slæður framar.“

Bano vakti mikla athygli fyrir förðunarblogg sitt, þar sem hún …
Bano vakti mikla athygli fyrir förðunarblogg sitt, þar sem hún benti á að það væri jafnauðvelt að verða sér úti um rauðan varalit og það væri að nálgast brennisteinssýru. Ljósmynd / skjáskot Stylist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál