Hendurnar metnar á rúma 1,7 milljarða

Mitchell þarf að vera í hönskum þegar hún sinnir garðverkunum.
Mitchell þarf að vera í hönskum þegar hún sinnir garðverkunum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Deborah Mitchell, sem meðal annars hefur starfað sem snyrtifræðingur Camillu hertogaynju af Cornwall og hljómsveitarinnar Duran Duran, hefur látið tryggja hendur sínar fyrir 15 milljón sterlingspund, eða rúma 1,7 milljarða íslenskra króna.

Mitchell þarf því að fara vel með hendur sínar og má ekki gera neitt sem gæti skaðað þær. Þá verður hún ávallt að vera í silkihönskum þegar hún handfjatlar hnífapör, auk þess sem hún má ekki opna dyr upp á eigin spýtur.

Mitchell verður auk þess að vera í hönskum þegar hún fer út að ganga með hundana sína tvo, til að forðast það að hendurnar verði fyrir núningi. Að sjálfsögðu þarf Mitchell síðan að forðast eldhúsáhöld, svo sem potta og pönnur, líkt og heitan eldinn.

„Sumum kann að þykja þetta skrýtið, en í mínum huga er þetta rökrétt,“ sagði snyrtifræðingurinn í viðtali við Daily Mail.

„Ég flýg út um allan heim þar sem ég sé um stórstjörnur og kóngafólk. Þetta væri ekki mögulegt ef hendur mínar yrðu fyrir hnjaski. Ef ég svo mikið sem fengið litla skrámu gæti ég ekki sinnt neinum þar til hún greri.“

Hendurnar eru með þeim verðmætari í bransanum.
Hendurnar eru með þeim verðmætari í bransanum. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
Camilla Parker Bowles er einn af viðskiptavinum Mitchell.
Camilla Parker Bowles er einn af viðskiptavinum Mitchell. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál