Yngstu verslunareigendur landsins

Einar Sveinn Pálsson og Ásgeir Frank Ásgeirsson.
Einar Sveinn Pálsson og Ásgeir Frank Ásgeirsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ásgeir Frank Ásgeirsson og Einar Sveinn Pálsson opnuðu nýverið glæsilega herrafataverslun í Kringlunni sem nefnist Akkeri Reykjavík. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að tveir vinir taki sig saman og hefji verslunarrekstur, en Ásgeir Frank og Einar Sveinn eru aðeins tvítugir og því líklega með yngstu verslunareigendum landsins.

 „Við erum búnir að vera vinir í 17 ár og það búið að vera planið hjá okkur að gera þetta í langan tíma,“ segir Ásgeir Frank, sem gaf sér tíma til að svara spurningum blaðamanns sama dag og verslunin var opnuð. „Við erum búnir að vera í kappi við tímann, það er búið að vera bilað að gera.“

En hvers vegna ákváðu vinirnir að fara út í eigin rekstur, er vöntun á flottum herrafatnaði á Íslandi?

„Okkur finnst flestar herrafatabúðirnar hér á landi vera mjög svipaðar. Við erum að koma inn með aðeins öðruvísi „lúkk“. Við erum að vinna með ítalskt merki sem heitir Imperial, sem verður sterkt hjá okkur. Svo erum við líka með jakkaföt. Þetta verður skemmtileg blanda,“ segir Ásgeir og bætir við að markhópurinn sé líklega strákar á aldrinum 15 ára til þrítugs.

En hvernig kom það til að vinirnir ákváðu að opna verslun saman?

„Við erum báðir svolítil fatagúrú, og þetta hefur því alltaf verið planið,“ segir Ásgeir Frank og bætir við að mamma hans, Svava Johansen, hans hafi verið þeim til halds og trausts.

„Hún er búin að vera frábær og við hlustum auðvitað á hana,“ segir Ásgeir og bætir við að hann sé sjálfur ekki alveg reynslulaus, enda hafi hann lengi vel starfað í fataverslunum.

„Ég hef verið að vinna í fatabúðum síðan ég var 15 ára, þannig að ég veit alveg eitthvað hvað ég er að gera,“ segir Ásgeir glettinn að lokum.

Einar Sveinn Pálsson og Ásgeir Frank Ásgeirsson.
Einar Sveinn Pálsson og Ásgeir Frank Ásgeirsson. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál