Frábært að komast á fimmtugsaldurinn

Ingibjörg Þorvaldsdóttir.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Athafnakonan Ingibjörg Þorvaldsdóttir hefur lengi verið viðloðandi tískuheiminn, en hún rekur verslunina Icons & I í Kringlunni, og veit því vel hvað einkennir jólatískuna þetta árið.

„Það er mikið glimmer og mikill glamúr, sterkir litir og flottir pallíettukjólar í grænu, rauðu, og mikið silfur og brons. Þá er líka mikið um glimmer í buxum og toppum. Það er mikill hátíðarglans yfir jólunum þetta árið,“ segir Ingibjörg og bætir við að tískan sé afar breytileg á milli ára og að nú sé hún sérlega hátíðleg.

„Svo verður loð líka vinsælt. Það er reyndar klassískt um jólin, en verður áberandi núna. Loðkragar og allskonar slár með loði, sem gefur þessu ennþá meiri glans.“

Ingibjörg er sjálf búin að velja jóladressið í ár, en sérlega sparilegur kjóll varð fyrir valinu.

„Ég er allt í einu svo sjúk í grænt þannig að ég er búin að velja mér alveg grasgrænan pallíettukjól. Ekta jólakjól,“ segir Ingibjörg.

Þeir sem starfa í verslunargeiranum vita að desember er mikill háannatími, og jafnan brjálað að gera. Ingibjörg reynir þó að njóta aðventunnar með fjölskyldunni, þrátt fyrir að mikið sé um að vera í vinnunni vikurnar fyrir jól.

„Okkur fjölskyldunni finnst gaman að kíkja á skautasvellið niðri í bæ, og snemma í desember förum við öll saman að kaupa jólatré. Við reynum að halda í okkar hefðir. Vissulega er ég mikið að vinna og synir mínir eru vanir því. Ég tek mér frekar frí á milli jóla og nýárs. En þetta er skemmtilegt, maður þekkir ekkert annað,“ segir Ingibjörg og lætur annirnar ekki á sig fá.

Ingibjörg fagnar um þessar mundir stórafmæli, en hún stendur á fertugu. En hvernig skyldi áfanginn leggjast í hana?

 „Ég varð fertug í gær, 23. nóvember. Ég er rosa þakklát, enda ekki allir sem ná því. Ég er heilbrigð, á heilbrigð börn og yndislegt fólk í kringum mig þannig að ég er mjög þakklát fyrir að ná þessum áfanga. Það er enginn kvíði sem fylgir því að komast á fimmtugsaldurinn,“ segir Ingibjörg hress í lokin.

Ingibjörg Þorvaldsdóttir eigandi Icons´s and I í Kringlunni.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir eigandi Icons´s and I í Kringlunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál