Frumkvöðlaskvísur undir þrítugu

Phoebe Gormely stofnaði sitt eigið klæðskerafyrirtæki.
Phoebe Gormely stofnaði sitt eigið klæðskerafyrirtæki. Ljósmynd / skjáskot ELLE

Tímaritið Elle hefur tekið saman lista yfir nokkrar konur sem hafa látið að sér kveða í viðskiptaheiminum, en þær eru allar þrítugar eða yngri. Konurnar eiga það sameiginlegt að hafa látið drauma sína rætast og stofnað eigin fyrirtæki.

Bianca Miller-Cole (27)

„Árið 2014, eftir að hafa lent í vandræðum með að finna sokkabuxur sem hæfðu húðlit mínum, ákvað ég að endurskilgreina húðlitaðar sokkabuxur, og bjóða upp á liti sem hæfðu öllum húðlitum,“ segir Bianca Miller-Cole, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bianca Miller, en sokkabuxurnar hafa meðal annars verið seldar í Topshop.

„Þegar ég hóf rekstur var ég ung og nokkuð saklaus, en undanfarin fjögur ár hefur fyrirtækið mitt vaxið og dafnað.“

Miller-Cole ráðleggur konum að láta vaða, þótt þær séu hræddar.

Bianca Miller-Cole átti í vandræðum með að finna sokkabuxur á …
Bianca Miller-Cole átti í vandræðum með að finna sokkabuxur á sjálfa sig, og tók málin því í eigin hendur. Ljósmynd / skjáskot ELLE

Morgan Dowler (24)

„Að stofna eigið fyrirtæki er ávallt vandasamt, en að taka af skarið og koma hugmyndinni á framfæri er fyrsta hindrunin sem maður verður að yfirstíga,“ segir Morgan Dowler, stofnandi fyrirtækisins Love Me...(And my Secret) sem framleiðir brjóstahaldara fyrir konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein.

„Eftir að móðir mín greindist með krabbamein kviknaði hjá mér löngun að útvega konum þægilega og fallega brjóstahaldara sem auka sjálfstraust þeirra og endurskilgreina hugtakið kvenleiki.

Morgan Dowler hannar brjóstahaldara fyrir konur sem gengist hafa undir …
Morgan Dowler hannar brjóstahaldara fyrir konur sem gengist hafa undir aðgerð á brjóstum. Ljósmynd / skjáskot ELLE

Phoebe Gormerly (22)

„Árið 2014 hætti ég í háskóla til þess að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Phoebe Gormerly, sem stofnaði fyrsta klæðskerafyrirtækið sem sérhæfir sig í kvenfatnaði á Savile Row. Gatan hefur lengi verið þekkt fyrir urmul af klæðskerafyrirtækjum, sem flest þjónusta eingöngu karlmenn.

„Ráðlegging mín til kvenna er sú að þetta líf, sem einkennist af sjö daga vinnuviku og 14 klukkustunda vinnudögum, er ekki fyrir alla. Þú verður að trúa á sjálfa þig, en umbunin er þess virði. Það jafnast ekkert á við að afgreiða ánægðan viðskiptavin.“

Lesa má um fleiri frumkvöðlaskvísur undir þrítugu hér.

Phoebe Gormerly er fyrsti kvenkyns klæðskerinn, sem sérhæfir sig í …
Phoebe Gormerly er fyrsti kvenkyns klæðskerinn, sem sérhæfir sig í kvenfatnaði, á Savile Row. Ljósmynd / skjáskot ELLE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál