Er tími til kominn að skipta um starf?

Fólk sem hefur ástríðu fyrir starfi sínu er jafnan afkastameira …
Fólk sem hefur ástríðu fyrir starfi sínu er jafnan afkastameira og ánægðara í starfi heldur en þeir sem einungis mæta til að fá borgað. Ljósmynd / Getty Images

Margir kannast við að verða niðurdregnir á þessum árstíma, enda jafnan dimmt, kalt og drungalegt úti. Það er þó ekki hægt að kenna vetrinum um allt, enda margt annað sem spilar inn í andlega líðan. Til að mynda starfið sem fólk sinnir. Á vef Mindbodygreen má finna lista yfir hluti sem benda til þess að tími sé kominn til að söðla um.

Þú getur ekki hugsað þér að mæta
Ef þú kvíðir því á hverjum degi að mæta til vinnu er tími til kominn að hugsa sér til hreyfings. Stúderaðu hugsanir þínar, en farðu varlega. Raddirnar í höfðinu á þér gætu verið afar sannfærandi þegar þær segja þér að vinnan sé glötuð og það sé alls ekki við þig að sakast. Ef þú hefur reynt að gera breytingar á starfsháttum eða öðru er kemur að starfinu, og ert enn að bugast, ættir þú að fara að líta í kringum þig.

Vinnan er farin að taka sinn toll
Vinnan er ekki allt. Þú berð ábyrgð á því að hugsa um heilsuna, frítímann, félagslífið og fleira sem veitir þér hamingju. Ef heilsan, hjónabandið, fjölskyldulífið, vinasamböndin og fleira er farið að bíða skaða af vinnunni er tími til kominn að gera breytingar.

Þú ert ekki að vaxa í starfi
Það að vaxa í starfi gerist ekki af sjálfu sér. Það er hollt að taka áskoranir og hugsa út fyrir kassann. Starfið þitt getur verið ágætt, vinnufélagarnir fínir, en ef þú ert farinn að staðna er tími til kominn að róa á önnur mið.

Draumurinn er dauður
Fólk sem hefur ástríðu fyrir starfi sínu er jafnan afkastameira og ánægðara í starfi heldur en þeir sem einungis mæta til að fá borgað. Finnst þér starf þitt tilgangslaust? Er nýjabrumið farið af, eða dreymir þig einfaldlega um að gera eitthvað annað? Ef svo er getur verið gott að leita á ný mið.

Er óttinn að hafa áhrif?
Helsta ástæða þess að fólk hangir í starfi sem það þolir ekki er ótti. Fólk óttast meðal annars hið óþekkta, auk þess sem það óttast að mistakast. Þetta á sérstaklega við um þá sem vita þegar hvað þeir vilja gera í lífinu, en hafa ekki gert neitt í því. Minntu þig á að óttinn fer ekki nema þú takist á við hann.

Ráðleggingarnar í heild sinni má lesa hér.

Lífið er of stutt til að sinna leiðinlegu starfi.
Lífið er of stutt til að sinna leiðinlegu starfi. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál