Eina hótelið á Íslandi sem fær inngöngu

Jóhannes Stefánsson og nafni hans Ásbjörnsson eru meðal þeirra sem …
Jóhannes Stefánsson og nafni hans Ásbjörnsson eru meðal þeirra sem koma að lúxushótelinu. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhannes Ásbjörnsson, einn af eigendum Tower Suites Reykjavík, sem er minnsta lúxushótel á Íslandi, segir það mikla viðurkenningu að vera kominn inn í keðjuna Small Luxury Hotels of the World. 

Tower Suites Reykjavík, minnsta lúxushótelið á Íslandi, sem staðsett er á 20. hæð Turnsins við Höfðatorg, hefur fengið inngöngu í hin eftirsóttu samtök Small Luxury Hotels of the World, betur þekkt sem SLH. Tower Suites verður þannig fyrsta SLH-hótelið á Íslandi og einungis það níunda á Norðurlöndunum.

Frétt af Smartlandi: Kíkt inn í nýja lúxushótelið á Höfðatorgi

Frétt af Smartlandi: Gwyneth Paltrow gisti á Höfðatorgi

Small Luxury Hotels of the World hafa innan sinna raða 520 sjálfstæð og lítil lúxushótel í yfir 80 löndum. Hvert hótel þarf að mæta ströngum gæðastöðlum hvað varðar þjónustu, útlit og hönnun. Í hverjum mánuði skoða fulltrúar SLH hundruð slíkra hótela en einungis fáum útvöldum er boðin aðild. Þetta er því mikill heiður fyrir Tower Suites og frábærar fréttir fyrir lúxusferðamarkaðinn hérlendis sem er í örum vexti.

„Það að komast inn í SLH er mikill heiður fyrir Tower Suites. Í ferðaiðnaðinum njóta þessi samtök mikillar virðingar enda hafa þau innan sinna raða mörg af fallegustu hótelum í heimi. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera einstök, hvert á sinn hátt - og flest þeirra eru mjög lítil, þ.e. með fá herbergi eða svítur. Það væri hægt að líkja þessu við að fá Michelin-stjörnu í veitingageiranum,“ segir hann og bætir við: 

„Kostir þess að vera partur af Small Luxury Hotels of the World eru margþættir. SLH veitir aðgang að lúxusferðaheildsölum víðsvegar um heiminn og beinan aðgang að yfir 415.000 skráðum meðlimum SLH sem bóka hótel beint í gegnum SLH. Þetta er því stórt skref fyrir lítið 8 svítu lúxushótel í Reykjavík,“ segir Jóhannes. 

Svítan er ákaflega vel heppnuð.
Svítan er ákaflega vel heppnuð. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál