5 hlutir sem farsælir gera fyrir háttinn

Það er notalegt að láta líða úr sér í baðkarinu …
Það er notalegt að láta líða úr sér í baðkarinu á kvöldin. Ljósmynd / Getty Images

Margir vilja meina að það skipti meginmáli að hefja daginn á góðan máta, en það er ekki síður mikilvægt að ljúka honum rétt.

Vefurinn Popsugar hefur tekið saman fimm hluti sem gott er að gera að kvöldi til, svo að dagurinn sem fylgir geti verið framúrskarandi.

Vita hvenær skuli hætta
Margir taka vinnuna með sér heim og hreinlega kunna sér ekki hóf. Það er þó mikilvægt að sinna öðru en vinnunni, svo sem fjölskyldunni, vinunum og áhugamálunum.

Gera lista
Margir kannast við það að bylta sér í rúminu og geta alls ekki fest svefn vegna þess að þeir geta ekki hætt að hugsa um verkefni morgundagsins. Gott er að ljúka deginum á því að skrifa lista þar sem verkefni morgundagsins eru reifuð, með því móti er auðveldara að festa svefn, sem og fara inn í nýjan dag með allt á hreinu.

Fá nægan svefn
Árið 2007 örmagnaðist fjölmiðlakonan Ariana Huffington vegna svefnleysis. Síðan þá hefur hún verið ötull talsmaður fyrir því að fólk sofi nægju sína. Huffington bannaði öll raf- og snjalltæki í svefnherberginu, enda vill hún ekki hætta á að festast yfir samfélagsmiðlum og tölvupóstum fram eftir nóttu.

Dekra við sig
Það er ekki vitlaust að taka upp afslappandi siði fyrir háttatímann, svo sem að fara í heitt og ilmandi bað. Gwyneth Paltrow endar daginn á því að skella sér í rjúkandi bað með epsomsalti og ilmkjarnaolíum.

Skrifa dagbók
Margir hafa ekki skrifað dagbók frá því þeir voru börn að aldri, en það er margt vitlausara en að taka þann gamla og góða sið upp að nýju. Það hefur aldrei skaðað neinn að líta aðeins í eigin barm í lok dags.

Dagbókarskrif eru góð leið til að ljúka deginum.
Dagbókarskrif eru góð leið til að ljúka deginum. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál