Róbert Wessman skrifar óð til kvenna

Róbert Wessman skrifar fallega um konur í atvinnulífinu.
Róbert Wessman skrifar fallega um konur í atvinnulífinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Róbert Wessman forstjóri Avlogens skrifar hálfgerðan óð til kvenna í atvinnulífinu á Linkedin-síðunni sinni. Þar segir hann frá því að konur stýra þeim markaðssvæðum sem skapa Alvogen yfir 90% tekna sinna.

Hann talar um að framsækin fyrirtæki ráði til sín fólk vegna hæfileika en leggur jafnframt áherslu á að konur í stjórnunarstörfum nái jafnmiklum eða meiri fjárhagslegum árangri en karlar. Róbert nefnir einnig að rannsóknir sýna að konur í stjórnunarstörfum eru líklegri til þess að byggja upp aðra í kringum sig og leggja til samvinnu á vinnustöðum.

Róbert fer fögrum orðum um konurnar sem starfa hjá Alvogen og tekur fram að margir af bestu vísindamönnum, yfirmönnum og stjórnendum fyrirtækisins séu konur. En Alvogen er ört vaxandi fyrirtæki á sviði lyfjaframleiðslu.

Allan pistilinn má lesa á Linkedin-síðu Róberts.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál