Það hjálpaði að vera á milli tannanna á fólki

Ásdís Rán Gunnarsdóttir er flutt til Íslands og búin að …
Ásdís Rán Gunnarsdóttir er flutt til Íslands og búin að stofna fyrirtæki.

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er flutt til Íslands á ný og er búin að stofna nýtt fyrirtæki. Fyrirtækið heitir Talentbook en það sér um að koma fólki á framfæri. Ásdís Rán þekkir það af eigin raun hvað það getur verið snúið að koma sér á framfæri. Hún segir að það hafi hjálpað sér mikið á hennar yngri árum hvað hún var mikið á milli tannanna á fólki. Það hafi nefnilega hjálpað henni að komast áfram. 

Hvers vegna ákvaðstu að koma síðunni á fót?

„Ég er búin að vera með þetta í hausnum í mörg ár og þegar ég ákvað að koma til Íslands í september, út af þessum miklu óeirðum í Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi og fleiri löndum þarna í kringum mig, vantaði mig eitthvað að gera hérna. Maður lifir víst ekki á loftinu hér á landi, þannig ég ákvað að freista gæfunnar og skella mér í þetta verkefni og sjá hvað setur. Ég er búin að koma mér fyrir líka hér á Íslandi líka og verð hérna með annan fótinn,“ segir Ásdís Rán. 

Þegar Ásdís Rán er spurð að því hvað hún sjálf geri nákvæmlega í fyrirtækinu segist hún sjá um hönnunina á conceptinu og allan almennan rekstur. 

„Ég passa upp á að allar skráningar séu í lagi, samskipti og aðstoð við meðlimi og allt sem þarf til að þetta rúlli sem best. Það á eflaust eftir að taka nokkra mánuði að þróa Talentbook-tölvukerfið og leitarvélina á sem bestan hátt, breyta og bæta smá saman með reynslunni.“

Hvernig virkar þetta, geta allir skráð sig inn á síðuna?

„Eins og er þá er ég með flokka fyrir módel, leikara, aukaleikara, fólk í auglýsingar, fitness-/Íþróttafólk, krakka, skemmtikrafta, ljósmyndara, makeup-artista, hárgreiðslufólk, stílista og dýr. Svo eru það fyrirtæki, auglýsingastofur, módelskrifstofur, casting-stjórar og aðrir sem ráða fólk sem geta skráð fyrirtækjaprófíl, leitað eftir réttu andlitunum fyrir sín verkefni og póstað inn auglýsingum fyrir casting, áheyrnarprufur, kvikmyndir og fleira  þar sem meðlimir geta séð og sótt um.

Allir meðlimir eru með sinn prófíl eða portfolio sem inniheldur helstu upplýsingar um viðkomandi ásamt myndum, myndböndum, CV og fleiru sem þeir kjósa að sýna. Meðlimir geta svo tengst, haft samband við fyrirtæki og sótt um vinnur eða verkefni.“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. mbl.is/Monitor

Hvers vegna fannst þér svona síðu vanta?

„Það er búið að vera bölvað vesen að finna fólk, aukaleikara í auglýsingar, kvikmyndir og önnur verkefni í þessum geira hingað til, fyrirtækin eru með eitthvert fólk á skrá hjá sér, svo er leitað í Facebook-grúppum, vinahópum og á víð og dreif um netið eða úti á götu, eða þá ráðið frá módelskrifstofum sem getur oft verið dýrt og tímafrekt. Á Talentbook eru allir saman komnir á einum stað og fyrirtæki geta leitað sjálf og ráðið á einfaldan og fljótlegan hátt með leitarvélinni okkar. Þetta einfaldar alla vinnu fyrir fagaðila töluvert og sparar tíma og peninga.“

Nú hefur þú mikla reynslu af því að koma þér á framfæri. Hefði svona síða hjálpað þér á þínum yngri árum?

„Já, ég hef nú töluverða reynslu af því og ég er alveg sannfærð um það að þetta hefði hjálpað mér mikið á þeim tíma þar sem var lítið um tækifæri í boði.“

Hvaða tól notaðir þú til að koma þér á framfæri í gamla daga?

„Ég var mjög dugleg að vinna og taka að mér alls konar verkefni til að öðlast reynslu á þessu sviði en ætli ég hafi ekki notað mest  ljósmyndara, fjölmiðla og mitt tenglsanet.“

Hvað hjálpaði þér mest?

„Ætli það hafi ekki verið það að vera mikið á milli tannanna á fólki, einhverra hluta vegna hefur fólk alltaf elskað að tala um mig og það gefur mér forskot í flestöllu sem ég geri og tek mér fyrir hendur. Það skiptir engu máli hvort það sé gott eða slæmt. Þú ert víst ekki talinn mjög áhuga- og/eða eftirsóknarverður í þessum heimi nema geta vakið almennilegt umtal eða eins og Oprah segir: „If you can't handle being talked about then you're not ready for success.“

Hefur þú aldrei verið að hugsa um að fara bara að gera eitthvað annað?

„Ég er að gera fullt annað líka þannig að það er nóg af fjölbreytni í gangi hjá mér! Hvort sem það eru verkefni tengd módeliðnaði, tísku, framleiðslu, þyrluflugi, viðskiptum, „event management“ eða hinum ýmsu verkefnum út um allan heim. Þannig að það er nóg af öðru líka,“ segir hún og hlær. 

Hvernig verður 2017?

„Ég veit það ekki en hef góða tilfinningu fyrir því og það verður bara ánægjulegt að eyða smá tíma hér á Íslandi og reyna nýjan business sem ég vona bara að falli vel í kramið hjá fólki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál