7 atriði sem þú átt að gera fyrir klukkan 7

Það er gott að hreyfa sig eða hugleiða fyrir klukkan …
Það er gott að hreyfa sig eða hugleiða fyrir klukkan sjö.

Ef maður ætlar að ná árangri er mikilvægt að taka daginn snemma og skipuleggja sig vel. Entrepreneur tók saman lista yfir sjö atriði sem fólk sem vill ná árangri ætti að gera fyrir klukkan sjö á morgnana.

1. Vakna fyrir klukkan sjö

Þetta kemur í veg fyrir að þú flýtir þér hálfsofandi í vinnuna á morgnana. Richard Branson, stofnandi Virgin-flugfélagsins, vaknar alltaf fyrir sjö en hann segist ná að gera svo miklu meira á hverjum degi með því að vakna snemma og þar með nær hann meiri árangri í lífinu.

2. Ekki fara í símann

Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi áttu ekki að geta vaknað og teygt þig í símann þar sem að sofa með síma of nálægt sér getur truflað góðan nætursvefn. Í öðru lagi truflar það einbeitinguna að fara strax í tölvupóstinn og kíkja á samfélagsmiðla.

3. Hreyfing eða hugleiðsla

Með því að hreyfa þig á morgnana geturðu haldið betri einbeitingu og náð meiri árangri á hverjum degi. Hreyfingin eða hugleiðsla minnkar stress, gerir þig ánægðari og eykur orku.

4. Borðaðu hollan morgunmat

Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar er ekki allur morgunmatur jafngóður, það er því mikilvægt að velja hollan morgunmat.

Komdu skapinu í lag fyrir klukkan sjö.
Komdu skapinu í lag fyrir klukkan sjö. mbl.is/Thinkstockphotos

5. Komdu þér í gott skap

Suma morgna langar mann bara ekki á fætur. Farsælt fólk kann að koma sér í gott skap á morgnana. Það notar til dæmis bækur, hvatningarorð, eða skrifar í dagbækur. Taktu nokkrar mínútur á morgnana til þess að koma skapinu í lag.

6. Markmið og forgangsröðun

Settu þér markmið fyrir vikuna á mánudagsmorgnum. Á hverjum degi geturðu síðan skrifað þau niður í dagbókina og hvernig þú átt að forgangsraða verkefnum til þess að láta markmiðin verða að veruleika. Best er að byrja á erfiðasta verkefninu.

7. Byrjaðu að vinna

Þegar þú ert búin(n) að öllu ofantöldu getur þú farið í símann og byrjað að svara tölvupóstum og unnið aðra vinnu.

Richard Branson vaknar alltaf snemma.
Richard Branson vaknar alltaf snemma. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál