Stöðugt að lenda í pínlegum aðstæðum

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist reglulega lenda í pínlegum aðstæðum ...
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist reglulega lenda í pínlegum aðstæðum líkt og Bridget Jones.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var að gefa út bókina Betri í seinni hálfleik. Lesendur Smartlands þekkja Árelíu Eydísi fyrir sína framúrskarandi pistla en það sem er svo heillandi við hana og hennar skrif er hvað hún er hreinskilin. Árelía Eydís, sem er dósent við Háskóla Íslands, segist vera nett Bridget Jones og lendi oftar en ekki í pínlegum aðstæðum. 

„Ég fékk ástríðu fyrir þessu efni fyrir tíu árum síðan þegar ég sá umfjöllun um breytingar í lífi fólks á miðjum aldri sem orsökuðust af hormónabreytingum og breyttu lífsmynstri. Þetta var svona AHA augnablik þar sem ég fór að lesa mér til um efnið frá mögum hliðum og síðan hef ég sankað að mér bókum og efni sem tengist lífsferli okkar frá vöggu til grafar. Þroskasálfræði, bækur um heilann, hormóna, mannfræði og líffræði hafa átt hug minn undanfarin ár. Á sama tíma hef ég verið upptekin við að skoða framtíðina á vinnumarkaði og hef kennt undanfarin þrjú ár kúrs við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem farið er yfir það svið. Veldisvöxtur í tækni og fjórða iðnbyltingin er eitthvað sem allir ættu að vera meðvitaðir um. Við lifum á mjög spennandi tímum og mín kynslóð hefur upplifað ótrúlega hraða þróun,“ segir hún, spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að skrifa bókina. 

Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.

Hvað gerist í lífi fólks á miðjum aldri sem fólk er ekki meðvitað um?

„Fólk er ekki meðvitað um að í rauninni má segja að á miðjum aldri höfum við frelsi til þess að verða sú manneskja sem býr í okkur. Eftir því sem ég hef skoðað þetta nánar hef ég fundið fyrir þessari tilfinningu að allir eiga að vita hvernig eðlilegt er að við þroskumst í gegnum lífið. Við vitum að ef barn er ekki byrjað að ganga tveggja ára þá er eitthvað að. Á sama máta er gott að vita hverju má búast við á langri ævi. Hormónastarfsemi okkar fram að miðjum aldri er útbúin til að tryggja að við viðhöldum stofninum með því að eignast börn, hvort sem við kjósum að gera það eða ekki. Næstu tuttugu, þrjátíu árin fara í að bera björg í bú og hreiðurgerð. Allt í einu á miðjum aldri upplifa flestir að það sé eins og að vakna af svefni og áleitnar spurningar um næstu skref banka upp á. Segja má að spurningin „Hvað með mig?“ verði áleitnari en áður og í kjölfarið upplifir fólk oft ákveðið tóm þar sem það þarf að taka upp úr bakpokanum það sem ekki á þar heima lengur. Ef fólk gerir það með sóma verður það betra en hætta er á að fólk verði bitrara ef það bregst ekki við.“

Nú ertu fráskilin í annað sinn á ævinni og hefur gert töluvert grín að því í pistlaskrifum þínum á Smartlandi. Hvernig er öðruvísi að vera á lausu í dag en fyrir 15 árum þegar þú varst síðast á lausu?

„Það er allt öðruvísi að vera á lausu þegar maður er ekki með heila- og hormónastarfsemi sem krefst þess að maður eignist börn og buru. Miklu meira frelsi í því og maður er bara ekki eins upptekin af því að finna sér maka. Á sama tíma þekki ég þarfir mínar miklu betur og er mun sáttari við sjálfa mig líkamlega, tilfinningalega og andlega en fyrir tæpum tuttugu árum.  Síðast þegar ég var einhleyp fór ég „út á lífið“ reglulega og þar voru „allir“ sem maður þekkti. Núna hef ég ekki einu sinni farið út „á lífið“ síðan ég skildi. Eins og einn vinur minn sagði, „það er eitthvað sorglegt við fólk yfir fimmtugt eftir miðnætti á börunum.“ Ég er kannski ekki sammála því en ég finn alla vega ekki þörfina til þess að vera þar. Það var gaman meðan á því stóð á sínum tíma,“ segir hún og hlær. 

Hvað ertu búin að læra af því að vera á lausu á miðjum aldri?

„Það sem ég hef lært er að skilnaður er nýtt upphaf og maður verður að spila vel úr þeim spilum sem maður er kominn með á hendur.  Það að vera „á lausu“ hefur marga kosti alveg eins og hjónaband hefur. Á miðjum aldri er frelsið svo miklu meira en áður því maður hefur komið sér fyrir og er kannski ekki eins óviss um það sem maður er að gera eins og áður. Tækifærin blasa við alls staðar og það er enn þá meira spennandi en áður hefur verið fyrir fólk sem er á miðjum aldri. Samfélagsmiðlarnir eru þar sem „allir“ eru í dag. Ég hef gaman að því að tengjast fólki almennt og þeir bæta því við. Það hefur þó tekið mig tíma að læra, hvað má og ekki. Eins að senda karlmönnum vinabeiðnir getur verið stórhættulegt því það er tekið sem meiri háttar „korter í þrjú...“ er mér sagt! Þetta kemur hjá mér.“

Það eru til dæmis reglur á samfélagsmiðlum – hvaða reglur ertu búin að læra þar?

„Tinder er frábært app að mínu mati. Ég prófaði í tvo daga en svo hafði ég bara ekki tíma til að vera að spjalla en hef hugsað mér að stúdera þetta betur þegar tími gefst. Mér finnst þetta miklu heilbrigðara en „korter í þrjú stemmningin“.

Hvernig getur fólk nýtt seinni helminginn þannig að lífið verði stórkostlegt?

„Fólk verður að lesa bókina mína til að verða hamingjusamt í seinni hálfleik,“ segir hún og hlær.

„Það er of langt mál að fara yfir það en ég held að grundvöllurinn sé að mæta sjálfum sér berskjölduðum og horfast í augu við það sem þarf að gera. Við fáum hugrekki til þess og eigum að nýta það.“

Hvers vegna er fólk óhamingjusamast 46 ára?

„Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er lægst 46 ára. Þetta er tíminn sem fólk vaknar upp einn daginn og hugsar „er þetta allt?“ Búið að koma upp börnum og búi, eignast maka og jafnvel skilja og komið með annann. „Er þetta allt?“ Allir hinir eru svo miklu hamingjusamari og hafa skorað svo miklu fleiri mörk í lífsins leik en maður sjálfur, að manns eigin mati. Þarna mætum við tóminu, eins og ég kýs að kalla það, og eina leiðin er að mæta sjálfum sér en ekki flýja af vettvangi.“

Hvað ætlar þú að gera á seinni helmingnum?

„Ég ætla að gera það sem Aristóteles ráðlagði fyrir 2.400 árum, að huga að því hvernig ég get orðið heilsteypt manneskja og þróa og þroska það hjá sjálfri mér sem ég hef ekki lagt áherslu á hingað til. Á miðjum aldri erum við búin með skyldukúrsana og eigum valkúrsana eftir og þess ætla ég að njóta.“

Það sem vekur athygli þegar við tölum saman er að þér virðist vera alveg nákvæmlega sama hvað öðrum finnst. Hefur þú alltaf verið þannig?

„Eftir því sem ég verð eldri verður mér enn þá meira sama um hvað öðrum finnst í prinsippinu. Við getum ekki lifað lífinu fyrir aðra og þó að einhverjum finnist eitthvað um mig þá verður það bara að vera svo. Ég tel að ef maður hafi eitthvað að segja þá séu aldrei allir sammála manni. Maður verður bara að standa með sjálfum sér. Mér finnst hins vegar mjög leiðinlegt ef ég særi fólk og reyni eftir fremsta megni að vera traustsins verð og tala fallega um fólk. Það má segja að ég hafi alltaf verið svolítil Bridget Jones í mér – það segja alla vega vinir mínir.  Ég missi endalaust einhverja vitleysu út úr mér og ef ég ætla að fara með málshátt þá er hann alltaf vitlaus. Svo kemur alltaf eitthvað ótrúlega hallærislegt fyrir mig. Talandi um samfélagsmiðla þá er svona skilaboðaskjóða sem fólk sem ekki eru vinir manns getur sent. Ég var í vetur á fundi þar sem allir voru mjög alvarlegir og mér leiddist eitthvað og fór að skoða þessi skilaboð. Birtist þá ekki bara mynd af kynfæri karlmanns á símanum mínum. Mér brá svo að ég datt næstum af stólnum og allir litu á mig ströngum augum Þetta er svona týpiskt Bridget Jones-augnablik sem ég er alltaf að lenda í, gæti nefnt ansi mörg. Alveg merkilegt hvað fólki dettur í hug. Það er ekki hægt að taka sjálfan sig alvarlega þegar maður er alltaf að lenda í einhverjum pínlegum aðstæðum. Enda er lífið of stutt og stundum svo erfitt og ósanngjarnt að það er ekkert vit í að taka hlutunum of alvarlega, hvað þá sjálfan sig.“

mbl.is

Smörtustu jólafötin 2017

09:00 Sú hefð að halda jólaboð í vinnunni er vinsæl um þessar mundir. Hvort sem um er að ræða Pálínuboð eða jólaskemmtun með dans og söng er eitt á hreinu og það er að mikil gleði og tengsl myndast í þessum boðum. Og fötin skipta miklu máli. Meira »

Var eitt ár að kynna sér innihaldsefni

06:00 Dark Force of Pure Nature er rakasprey fyrir andlit hannað af þeim Ásgeiri Hjartarsyni og Bergþóru Þórsdóttur, eigendum förðunarskólans Mask Academy. Rakaspreyið, sem er meðal annars unnið úr þara, gefur húðinni aukinn raka, vörn og ljóma. Meira »

Tískuamman settist í hönnunarstólinn

Í gær, 23:59 Iris Apfel er 96 ára með eftirtektaverðan fatastíl. Apfel kann ekki bara að meta fallega fatahönnun heldur líka húsgagnahönnun og hefur hannað sína eigin húsgagnalínu. Meira »

Fólk með vefjagigt ætti að forðast þetta

Í gær, 21:00 Auðvitað erum við öll mismunandi og hinar ýmsu fæðutegundir fara misvel í fólk. Þó hafa ýmsar rannsóknir sýnt að ákveðnar fæðutegundir geta virkað ertandi og ýtt undir enn meiri bólgur í líkamanum, ásamt því að hafa áhrif á taugakerfið. Meira »

Ertu búin að fá þér myrru fyrir jólin?

Í gær, 18:00 Þar sem þakkargjörðarhátíðin er nýafstaðin er kominn tími til að spá í ilmvatnið fyrir jólin. Jólamánuðurinn er tími spennu og tilhlökkunar og þá skiptir miklu að ilmkjarninn styðji við það ástand sem mann langar að vera í fyrir jólin. Meira »

Smart og klassísk jólaförðun

Í gær, 15:00 Jólin eru á næsta leiti og margar farnar að huga að því hverju þær ætla að klæðast um jólin. Jólakjóllinn er eitt en förðunin er ekki síður mikilvæg. Snyrtivörumerkið Max Factor veit hvernig við eigum að nota vörurnar sem það framleiðir og er hægt að læra fantaflott og heillandi trix hér. Meira »

Jóladressið enn þá í vinnslu

í gær Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.is er ein best klædda kona landsins. Hún er búsett í Svíþjóð og verður þar um jólin ásamt manni sínum og börnum. Hún segir að þessi árstími kalli á rauðan varalit og pallíettur. Meira »

Bjuggu til jólatré úr klósettburstum

Í gær, 12:00 Frænkurnar Sigrún Ella og Þórdís bjuggu til jólatré úr klósettpappír í ár. Áður hafa þær meðal annars búið til jólatré úr 85 klósettburstum. Vinnan við öðruvísi og frumleg jólatré styttir biðina eftir jólunum. Meira »

Flottust jólagjafirnar fyrir snyrtipinnana

í gær Gefðu eftirminnilega og nothæfa jólagjöf í ár en sjaldan hefur verið jafn mikið úrval af vönduðum snyrtivörum á íslenskum markaði. Hér er samankomið brot af því besta. Meira »

78 ára og saknar sjálfsfróunar

í fyrradag „Ég er 78 ára og hef notið þess að stunda kynlíf með sjálfri mér. Að undanförnu hef ég stundað mjög æsandi kynlíf en get ekki fróað mér.“ Meira »

Vill hafa hlýlegt í kringum sig

í fyrradag Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur virðist vera lítið fyrir svart leður, stál, gler og spegla ef marka má heimaskrifstofur hans á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hann kýs hlýleika, listaverk, þægilega skrifborðsstóla og fallega lampa. Meira »

Ævintýrafólk í mikilli stemningu

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Fjallakofinn og Holmland buðu í bíó á magnaða ævintýramynd sem heitir Drop Everything.   Meira »

170 milljóna einbýli við Skildinganes

í fyrradag Húseignirnar gerast ekki mikið fallegri en þetta 284 fm hús sem Davíð Pitt arkitekt hannaði. Það stendur við Skildinganes í 101 Reykjavík, er opið og bjart og skemmtilegt. Hjartað slær í eldhúsinu sem er opið inn í borðstofu og stofu. Meira »

Svona færðu „stærra“ hár

15.12. Hvern dreymir ekki um að hafa góða lyftingu í hárinu og að hárið verði þannig að það geisli af heilbrigði. Baldur Rafn Gylfason ætlar að kenna okkur gott trix til að fá „stærra“ hár. Meira »

Lofar að hætta að reykja 2018

15.12. Tónlistarmaðurinn Einar Ágúst er bahá'íi og segist því vera rólegur um jólin en tekur þó þátt með vinum og vandamönnum. Hann lofaði syni sínum að hætta reykja og hyggst standa við það árið 2018. Meira »

Skallar Harrys og Vilhjálms stækka

14.12. Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry eru ekki nema 35 ára og 33 ára. Hár þeirra er þó farið að þynnast töluvert og stefnir ekki í að þeir verði hárprúð gamalmenni. Meira »

Sigríður Halldórsdóttir selur retró-slotið

í fyrradag Sigríður Halldórsdóttir, sjónvarpskona á RÚV, hefur sett íbúð fjölskyldunnar á sölu. Hreinræktaður retró-stíll einkennir íbúðina og er nostrað við hvert horn í íbúðinni. Meira »

G-EAZY og H&M búa til fatalínu

15.12. G-Eazy x H&M er ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi. Meira »

Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

14.12. „Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig.“ Meira »

Himnasending fyrir fólk með sokkablæti

14.12. Guðmundur Már Ketilsson og Gunnsteinn Geirsson hafa ekki gengið í einlitum sokkum í mörg ár og ákváðu að taka sokkblæti sitt skrefinu lengra. Fyrr á þessu ári stofnuðu þeir fyrirtækið Smartsock sem gengur út á að selja litríka sokka í áskrift. Meira að segja forsetinn kaupir sokka af þeim. Meira »