Stöðugt að lenda í pínlegum aðstæðum

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist reglulega lenda í pínlegum aðstæðum ...
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist reglulega lenda í pínlegum aðstæðum líkt og Bridget Jones.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var að gefa út bókina Betri í seinni hálfleik. Lesendur Smartlands þekkja Árelíu Eydísi fyrir sína framúrskarandi pistla en það sem er svo heillandi við hana og hennar skrif er hvað hún er hreinskilin. Árelía Eydís, sem er dósent við Háskóla Íslands, segist vera nett Bridget Jones og lendi oftar en ekki í pínlegum aðstæðum. 

„Ég fékk ástríðu fyrir þessu efni fyrir tíu árum síðan þegar ég sá umfjöllun um breytingar í lífi fólks á miðjum aldri sem orsökuðust af hormónabreytingum og breyttu lífsmynstri. Þetta var svona AHA augnablik þar sem ég fór að lesa mér til um efnið frá mögum hliðum og síðan hef ég sankað að mér bókum og efni sem tengist lífsferli okkar frá vöggu til grafar. Þroskasálfræði, bækur um heilann, hormóna, mannfræði og líffræði hafa átt hug minn undanfarin ár. Á sama tíma hef ég verið upptekin við að skoða framtíðina á vinnumarkaði og hef kennt undanfarin þrjú ár kúrs við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem farið er yfir það svið. Veldisvöxtur í tækni og fjórða iðnbyltingin er eitthvað sem allir ættu að vera meðvitaðir um. Við lifum á mjög spennandi tímum og mín kynslóð hefur upplifað ótrúlega hraða þróun,“ segir hún, spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að skrifa bókina. 

Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.

Hvað gerist í lífi fólks á miðjum aldri sem fólk er ekki meðvitað um?

„Fólk er ekki meðvitað um að í rauninni má segja að á miðjum aldri höfum við frelsi til þess að verða sú manneskja sem býr í okkur. Eftir því sem ég hef skoðað þetta nánar hef ég fundið fyrir þessari tilfinningu að allir eiga að vita hvernig eðlilegt er að við þroskumst í gegnum lífið. Við vitum að ef barn er ekki byrjað að ganga tveggja ára þá er eitthvað að. Á sama máta er gott að vita hverju má búast við á langri ævi. Hormónastarfsemi okkar fram að miðjum aldri er útbúin til að tryggja að við viðhöldum stofninum með því að eignast börn, hvort sem við kjósum að gera það eða ekki. Næstu tuttugu, þrjátíu árin fara í að bera björg í bú og hreiðurgerð. Allt í einu á miðjum aldri upplifa flestir að það sé eins og að vakna af svefni og áleitnar spurningar um næstu skref banka upp á. Segja má að spurningin „Hvað með mig?“ verði áleitnari en áður og í kjölfarið upplifir fólk oft ákveðið tóm þar sem það þarf að taka upp úr bakpokanum það sem ekki á þar heima lengur. Ef fólk gerir það með sóma verður það betra en hætta er á að fólk verði bitrara ef það bregst ekki við.“

Nú ertu fráskilin í annað sinn á ævinni og hefur gert töluvert grín að því í pistlaskrifum þínum á Smartlandi. Hvernig er öðruvísi að vera á lausu í dag en fyrir 15 árum þegar þú varst síðast á lausu?

„Það er allt öðruvísi að vera á lausu þegar maður er ekki með heila- og hormónastarfsemi sem krefst þess að maður eignist börn og buru. Miklu meira frelsi í því og maður er bara ekki eins upptekin af því að finna sér maka. Á sama tíma þekki ég þarfir mínar miklu betur og er mun sáttari við sjálfa mig líkamlega, tilfinningalega og andlega en fyrir tæpum tuttugu árum.  Síðast þegar ég var einhleyp fór ég „út á lífið“ reglulega og þar voru „allir“ sem maður þekkti. Núna hef ég ekki einu sinni farið út „á lífið“ síðan ég skildi. Eins og einn vinur minn sagði, „það er eitthvað sorglegt við fólk yfir fimmtugt eftir miðnætti á börunum.“ Ég er kannski ekki sammála því en ég finn alla vega ekki þörfina til þess að vera þar. Það var gaman meðan á því stóð á sínum tíma,“ segir hún og hlær. 

Hvað ertu búin að læra af því að vera á lausu á miðjum aldri?

„Það sem ég hef lært er að skilnaður er nýtt upphaf og maður verður að spila vel úr þeim spilum sem maður er kominn með á hendur.  Það að vera „á lausu“ hefur marga kosti alveg eins og hjónaband hefur. Á miðjum aldri er frelsið svo miklu meira en áður því maður hefur komið sér fyrir og er kannski ekki eins óviss um það sem maður er að gera eins og áður. Tækifærin blasa við alls staðar og það er enn þá meira spennandi en áður hefur verið fyrir fólk sem er á miðjum aldri. Samfélagsmiðlarnir eru þar sem „allir“ eru í dag. Ég hef gaman að því að tengjast fólki almennt og þeir bæta því við. Það hefur þó tekið mig tíma að læra, hvað má og ekki. Eins að senda karlmönnum vinabeiðnir getur verið stórhættulegt því það er tekið sem meiri háttar „korter í þrjú...“ er mér sagt! Þetta kemur hjá mér.“

Það eru til dæmis reglur á samfélagsmiðlum – hvaða reglur ertu búin að læra þar?

„Tinder er frábært app að mínu mati. Ég prófaði í tvo daga en svo hafði ég bara ekki tíma til að vera að spjalla en hef hugsað mér að stúdera þetta betur þegar tími gefst. Mér finnst þetta miklu heilbrigðara en „korter í þrjú stemmningin“.

Hvernig getur fólk nýtt seinni helminginn þannig að lífið verði stórkostlegt?

„Fólk verður að lesa bókina mína til að verða hamingjusamt í seinni hálfleik,“ segir hún og hlær.

„Það er of langt mál að fara yfir það en ég held að grundvöllurinn sé að mæta sjálfum sér berskjölduðum og horfast í augu við það sem þarf að gera. Við fáum hugrekki til þess og eigum að nýta það.“

Hvers vegna er fólk óhamingjusamast 46 ára?

„Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er lægst 46 ára. Þetta er tíminn sem fólk vaknar upp einn daginn og hugsar „er þetta allt?“ Búið að koma upp börnum og búi, eignast maka og jafnvel skilja og komið með annann. „Er þetta allt?“ Allir hinir eru svo miklu hamingjusamari og hafa skorað svo miklu fleiri mörk í lífsins leik en maður sjálfur, að manns eigin mati. Þarna mætum við tóminu, eins og ég kýs að kalla það, og eina leiðin er að mæta sjálfum sér en ekki flýja af vettvangi.“

Hvað ætlar þú að gera á seinni helmingnum?

„Ég ætla að gera það sem Aristóteles ráðlagði fyrir 2.400 árum, að huga að því hvernig ég get orðið heilsteypt manneskja og þróa og þroska það hjá sjálfri mér sem ég hef ekki lagt áherslu á hingað til. Á miðjum aldri erum við búin með skyldukúrsana og eigum valkúrsana eftir og þess ætla ég að njóta.“

Það sem vekur athygli þegar við tölum saman er að þér virðist vera alveg nákvæmlega sama hvað öðrum finnst. Hefur þú alltaf verið þannig?

„Eftir því sem ég verð eldri verður mér enn þá meira sama um hvað öðrum finnst í prinsippinu. Við getum ekki lifað lífinu fyrir aðra og þó að einhverjum finnist eitthvað um mig þá verður það bara að vera svo. Ég tel að ef maður hafi eitthvað að segja þá séu aldrei allir sammála manni. Maður verður bara að standa með sjálfum sér. Mér finnst hins vegar mjög leiðinlegt ef ég særi fólk og reyni eftir fremsta megni að vera traustsins verð og tala fallega um fólk. Það má segja að ég hafi alltaf verið svolítil Bridget Jones í mér – það segja alla vega vinir mínir.  Ég missi endalaust einhverja vitleysu út úr mér og ef ég ætla að fara með málshátt þá er hann alltaf vitlaus. Svo kemur alltaf eitthvað ótrúlega hallærislegt fyrir mig. Talandi um samfélagsmiðla þá er svona skilaboðaskjóða sem fólk sem ekki eru vinir manns getur sent. Ég var í vetur á fundi þar sem allir voru mjög alvarlegir og mér leiddist eitthvað og fór að skoða þessi skilaboð. Birtist þá ekki bara mynd af kynfæri karlmanns á símanum mínum. Mér brá svo að ég datt næstum af stólnum og allir litu á mig ströngum augum Þetta er svona týpiskt Bridget Jones-augnablik sem ég er alltaf að lenda í, gæti nefnt ansi mörg. Alveg merkilegt hvað fólki dettur í hug. Það er ekki hægt að taka sjálfan sig alvarlega þegar maður er alltaf að lenda í einhverjum pínlegum aðstæðum. Enda er lífið of stutt og stundum svo erfitt og ósanngjarnt að það er ekkert vit í að taka hlutunum of alvarlega, hvað þá sjálfan sig.“

mbl.is

Merki fyrir konur í yfirstærð á NYFW

Í gær, 23:59 Tískuhúsið Torrid verður fyrsta merkið fyrir konur í yfirstærð sem sýnir hönnun sína á tískuvikunni í New York.   Meira »

Sjö ráð fyrir betra kynlíf

Í gær, 21:00 Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.   Meira »

Óli Stef og Kristín selja slotið

Í gær, 18:00 Á Sjafnargötu í miðbæ Reykjavíkur stendur stórglæsilegt einbýlishús í eigu handboltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar og konu hans Kristínar Soffíu Þorsteinsdóttur. Meira »

Fangelsi breytt í lúxushótel

Í gær, 15:00 Það eru ekki margir sem geta ímyndað sér að borga tugi þúsunda króna til þess að gista í fangelsi yfir nótt. Samt sem áður hefur fangelsum út um allan heim verið breytt í falleg lúxushótel sem fólk keppist um að fá að gista í. Meira »

Stjörnurnar hafa tjáð sig um fósturmissi

Í gær, 12:00 Fósturmissir er oft eitthvað sem fólk talar ekki mikið um en þó eru nokkrar stjörnur sem hafa tjáð sig málefnið og sagt frá sinni reynslu. Meira »

Breytir þegar maðurinn er ekki heima

Í gær, 09:00 Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi Snúrunnar, á undursamlega fallegt heimili í Kópavogi þar sem speglar og annað fínerí fær að njóta sín. Meira »

Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

í fyrradag „Út á við er ég alltaf róleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið.“ Meira »

Morgunmatur á dag veldur þyngdartapi

Í gær, 06:00 Ef þig langar að losa þig við aukakílóin er lykillinn fólginn í því hversu stórar máltíðir þú borðar og hvenær þú borðar þær samkvæmt nýjustu rannsóknum. Meira »

Arna Ýr aftur í fegurðarsamkeppni

í fyrradag Eftir að athugasemdir um holdafar hennar í Miss Grand International sátu í henni í nokkra mánuði hefur Arna Ýr ákveðið að taka aftur þátt í fegurðarsamkeppni í ár. Meira »

Ávanar nískra milljarðamæringa

í fyrradag Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

í fyrradag Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

í fyrradag Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

í fyrradag Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

23.7. Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

23.7. Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

23.7. Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

í fyrradag Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

23.7. Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

23.7. Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Þegar gólfefni er valið

23.7. „Okkur hjónin greinir á um hvernig við högum gólfefnum á milli herbergja. Ég vil endilega halda í gamlan sjarma gólfefnanna með því að halda sem flestu en bara pússa upp parketið. Maðurinn minn aftur á móti vill helst flota allt og lakka.“ Meira »