Stöðugt að lenda í pínlegum aðstæðum

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist reglulega lenda í pínlegum aðstæðum ...
Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist reglulega lenda í pínlegum aðstæðum líkt og Bridget Jones.

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var að gefa út bókina Betri í seinni hálfleik. Lesendur Smartlands þekkja Árelíu Eydísi fyrir sína framúrskarandi pistla en það sem er svo heillandi við hana og hennar skrif er hvað hún er hreinskilin. Árelía Eydís, sem er dósent við Háskóla Íslands, segist vera nett Bridget Jones og lendi oftar en ekki í pínlegum aðstæðum. 

„Ég fékk ástríðu fyrir þessu efni fyrir tíu árum síðan þegar ég sá umfjöllun um breytingar í lífi fólks á miðjum aldri sem orsökuðust af hormónabreytingum og breyttu lífsmynstri. Þetta var svona AHA augnablik þar sem ég fór að lesa mér til um efnið frá mögum hliðum og síðan hef ég sankað að mér bókum og efni sem tengist lífsferli okkar frá vöggu til grafar. Þroskasálfræði, bækur um heilann, hormóna, mannfræði og líffræði hafa átt hug minn undanfarin ár. Á sama tíma hef ég verið upptekin við að skoða framtíðina á vinnumarkaði og hef kennt undanfarin þrjú ár kúrs við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem farið er yfir það svið. Veldisvöxtur í tækni og fjórða iðnbyltingin er eitthvað sem allir ættu að vera meðvitaðir um. Við lifum á mjög spennandi tímum og mín kynslóð hefur upplifað ótrúlega hraða þróun,“ segir hún, spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að skrifa bókina. 

Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.
Sterkari í seinni hálfleik eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur.

Hvað gerist í lífi fólks á miðjum aldri sem fólk er ekki meðvitað um?

„Fólk er ekki meðvitað um að í rauninni má segja að á miðjum aldri höfum við frelsi til þess að verða sú manneskja sem býr í okkur. Eftir því sem ég hef skoðað þetta nánar hef ég fundið fyrir þessari tilfinningu að allir eiga að vita hvernig eðlilegt er að við þroskumst í gegnum lífið. Við vitum að ef barn er ekki byrjað að ganga tveggja ára þá er eitthvað að. Á sama máta er gott að vita hverju má búast við á langri ævi. Hormónastarfsemi okkar fram að miðjum aldri er útbúin til að tryggja að við viðhöldum stofninum með því að eignast börn, hvort sem við kjósum að gera það eða ekki. Næstu tuttugu, þrjátíu árin fara í að bera björg í bú og hreiðurgerð. Allt í einu á miðjum aldri upplifa flestir að það sé eins og að vakna af svefni og áleitnar spurningar um næstu skref banka upp á. Segja má að spurningin „Hvað með mig?“ verði áleitnari en áður og í kjölfarið upplifir fólk oft ákveðið tóm þar sem það þarf að taka upp úr bakpokanum það sem ekki á þar heima lengur. Ef fólk gerir það með sóma verður það betra en hætta er á að fólk verði bitrara ef það bregst ekki við.“

Nú ertu fráskilin í annað sinn á ævinni og hefur gert töluvert grín að því í pistlaskrifum þínum á Smartlandi. Hvernig er öðruvísi að vera á lausu í dag en fyrir 15 árum þegar þú varst síðast á lausu?

„Það er allt öðruvísi að vera á lausu þegar maður er ekki með heila- og hormónastarfsemi sem krefst þess að maður eignist börn og buru. Miklu meira frelsi í því og maður er bara ekki eins upptekin af því að finna sér maka. Á sama tíma þekki ég þarfir mínar miklu betur og er mun sáttari við sjálfa mig líkamlega, tilfinningalega og andlega en fyrir tæpum tuttugu árum.  Síðast þegar ég var einhleyp fór ég „út á lífið“ reglulega og þar voru „allir“ sem maður þekkti. Núna hef ég ekki einu sinni farið út „á lífið“ síðan ég skildi. Eins og einn vinur minn sagði, „það er eitthvað sorglegt við fólk yfir fimmtugt eftir miðnætti á börunum.“ Ég er kannski ekki sammála því en ég finn alla vega ekki þörfina til þess að vera þar. Það var gaman meðan á því stóð á sínum tíma,“ segir hún og hlær. 

Hvað ertu búin að læra af því að vera á lausu á miðjum aldri?

„Það sem ég hef lært er að skilnaður er nýtt upphaf og maður verður að spila vel úr þeim spilum sem maður er kominn með á hendur.  Það að vera „á lausu“ hefur marga kosti alveg eins og hjónaband hefur. Á miðjum aldri er frelsið svo miklu meira en áður því maður hefur komið sér fyrir og er kannski ekki eins óviss um það sem maður er að gera eins og áður. Tækifærin blasa við alls staðar og það er enn þá meira spennandi en áður hefur verið fyrir fólk sem er á miðjum aldri. Samfélagsmiðlarnir eru þar sem „allir“ eru í dag. Ég hef gaman að því að tengjast fólki almennt og þeir bæta því við. Það hefur þó tekið mig tíma að læra, hvað má og ekki. Eins að senda karlmönnum vinabeiðnir getur verið stórhættulegt því það er tekið sem meiri háttar „korter í þrjú...“ er mér sagt! Þetta kemur hjá mér.“

Það eru til dæmis reglur á samfélagsmiðlum – hvaða reglur ertu búin að læra þar?

„Tinder er frábært app að mínu mati. Ég prófaði í tvo daga en svo hafði ég bara ekki tíma til að vera að spjalla en hef hugsað mér að stúdera þetta betur þegar tími gefst. Mér finnst þetta miklu heilbrigðara en „korter í þrjú stemmningin“.

Hvernig getur fólk nýtt seinni helminginn þannig að lífið verði stórkostlegt?

„Fólk verður að lesa bókina mína til að verða hamingjusamt í seinni hálfleik,“ segir hún og hlær.

„Það er of langt mál að fara yfir það en ég held að grundvöllurinn sé að mæta sjálfum sér berskjölduðum og horfast í augu við það sem þarf að gera. Við fáum hugrekki til þess og eigum að nýta það.“

Hvers vegna er fólk óhamingjusamast 46 ára?

„Rannsóknir sýna að lífsánægja fólks er lægst 46 ára. Þetta er tíminn sem fólk vaknar upp einn daginn og hugsar „er þetta allt?“ Búið að koma upp börnum og búi, eignast maka og jafnvel skilja og komið með annann. „Er þetta allt?“ Allir hinir eru svo miklu hamingjusamari og hafa skorað svo miklu fleiri mörk í lífsins leik en maður sjálfur, að manns eigin mati. Þarna mætum við tóminu, eins og ég kýs að kalla það, og eina leiðin er að mæta sjálfum sér en ekki flýja af vettvangi.“

Hvað ætlar þú að gera á seinni helmingnum?

„Ég ætla að gera það sem Aristóteles ráðlagði fyrir 2.400 árum, að huga að því hvernig ég get orðið heilsteypt manneskja og þróa og þroska það hjá sjálfri mér sem ég hef ekki lagt áherslu á hingað til. Á miðjum aldri erum við búin með skyldukúrsana og eigum valkúrsana eftir og þess ætla ég að njóta.“

Það sem vekur athygli þegar við tölum saman er að þér virðist vera alveg nákvæmlega sama hvað öðrum finnst. Hefur þú alltaf verið þannig?

„Eftir því sem ég verð eldri verður mér enn þá meira sama um hvað öðrum finnst í prinsippinu. Við getum ekki lifað lífinu fyrir aðra og þó að einhverjum finnist eitthvað um mig þá verður það bara að vera svo. Ég tel að ef maður hafi eitthvað að segja þá séu aldrei allir sammála manni. Maður verður bara að standa með sjálfum sér. Mér finnst hins vegar mjög leiðinlegt ef ég særi fólk og reyni eftir fremsta megni að vera traustsins verð og tala fallega um fólk. Það má segja að ég hafi alltaf verið svolítil Bridget Jones í mér – það segja alla vega vinir mínir.  Ég missi endalaust einhverja vitleysu út úr mér og ef ég ætla að fara með málshátt þá er hann alltaf vitlaus. Svo kemur alltaf eitthvað ótrúlega hallærislegt fyrir mig. Talandi um samfélagsmiðla þá er svona skilaboðaskjóða sem fólk sem ekki eru vinir manns getur sent. Ég var í vetur á fundi þar sem allir voru mjög alvarlegir og mér leiddist eitthvað og fór að skoða þessi skilaboð. Birtist þá ekki bara mynd af kynfæri karlmanns á símanum mínum. Mér brá svo að ég datt næstum af stólnum og allir litu á mig ströngum augum Þetta er svona týpiskt Bridget Jones-augnablik sem ég er alltaf að lenda í, gæti nefnt ansi mörg. Alveg merkilegt hvað fólki dettur í hug. Það er ekki hægt að taka sjálfan sig alvarlega þegar maður er alltaf að lenda í einhverjum pínlegum aðstæðum. Enda er lífið of stutt og stundum svo erfitt og ósanngjarnt að það er ekkert vit í að taka hlutunum of alvarlega, hvað þá sjálfan sig.“

mbl.is

Heillandi piparsveinaíbúð í 101

06:00 Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

Í gær, 22:50 Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

Í gær, 19:50 „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

Í gær, 16:50 „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

Í gær, 13:50 Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

Í gær, 10:50 Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »

10 óþolandi hlutir sem fólk gerir í ræktinni

í gær Ert þú einn af þeim sem gengur aldrei frá lóðunum eða ráfar um búningsklefann á sprellanum? Þá gæti verið að þú værir í ónáð hjá nokkuð mörgum. Meira »

Ekki þverfótað fyrir glæsikonum

Í gær, 09:04 Gleðin var við völd þegar Erna Gísladóttir eigandi Snyrtistofunnar á Garðatorgi hélt teiti í tilefni af stækkun stofunnar. Í boðinu varð ekki þverfótað fyrir glæsilegum konum. Meira »

Andlitsfallið kemur upp um kynhegðun þína

í fyrradag Hvað segir andlitið um kynhvötina þína? Þeir sem eru með kassalagað andlit hafa til dæmis tilhneigingu til að hafa sterka kynhvöt. Meira »

Brosti til baka þegar fólkið hló að henni

í fyrradag Í fyrsta sinn sem Jacqueline Adan klæddist sundbol í langan tíma var hlegið að henni. Adan er hætt að láta aðra hafa áhrif á það hvernig hún lífir lífinu. Meira »

Kidman tók Sigmund Davíð á þetta

í fyrradag Nicole Kidman mætti í ósamstæðum skóm á Emmy-verðlaunahátíðina. Það þykir víst í lagi enda mætti Sigmundur Davíð þannig skóaður þegar hann hitti Barrack Obama. Meira »

Mættu allar fyrir tilviljun í eins kjólum

í fyrradag Þær voru ekki brúðarmeyjar og það var ekki samantekið ráð hjá sex konum að mæta eins klæddar í brúðkaup.   Meira »

Korter í áttrætt með hárlengingar

í fyrradag Jane Fonda mætti mætti í bleikum kjól með hárlengingar og sléttað hár á Emmy-verðlaunahátíðina. Hárgreiðslan var ágætis tilbreyting frá annars fallega liðaða hárinu sem hún hefur skartað að undanförnu. Meira »

„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

19.9. „Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

19.9. „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Spikið burt með einum plástri

19.9. Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Er hægt að stækka brjóst með fituflutningi?

í fyrradag Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvort hægt sé að stækka brjóst með því að sjúga fitu af öðrum líkamshlutum. Meira »

Vann sig í gegnum erfiða lífsreynslu

19.9. „Á þessum tíma var ég að vinna mig frá erfiðum tímabilum sem höfðu bankað upp á í mínu lífi og ég bara verð að viðurkenna að það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég lærði markþjálfunina og í framhaldinu einnig NLP-markþjálfun.“ Meira »

Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

19.9. „Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni.“ Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

19.9. Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »