Ástin dró hana til Íslands

Anaïs Barthe er frönsk en hefur komið sér vel fyrir …
Anaïs Barthe er frönsk en hefur komið sér vel fyrir á Íslandi. ljósmynd/Georg Leite

Það er nóg að gera hjá hinni frönsku Anaïs Barthe en á milli þess að syngja og dansa í Mamma Mia spilar hún á gítar í gítarballett Ragnars Kjartanssonar og Margrétar Bjarnadóttur sem  Íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu. Barthe segir fyrsta veturinn sinn á Íslandi hafa verið erfiðan en hún náði þó að þrauka hann.

Kynntist kærastanum á Íslandi 

Barthe kom fyrst til Íslands árið 2014 til þess að kenna fyrir Salsa Iceland en hana hafði lengi langað til að koma til Íslands. Örlögin tóku hins vegar heldur betur völdin og hún kynntist kærastanum sínum í ferðinni. Hún segist hafa ákveðið að ef hún mundi lifa fyrsta veturinn af gæti hún verið hér allt árið um kring. „Dansinn færði mig hingað en ástin lét mig vera hér áfram,“ segir Barthe um ástæðuna fyrir því að hafa flutt til Íslands.

Eftir að Barthe flutti til Íslands fór hún að leita sér að vinnu en hún er bæði dansari og grafískur hönnuður. Meðfram grafískri hönnun fékk hún hlutverk í Mamma Mia sem hefur verið sýnt í Borgarleikhúsinu fyrir metfjölda áhorfenda.

Úr Mamma Mia.
Úr Mamma Mia. ljósmynd/Grímur Bjarnason

Áskorun á stóra sviðinu 

„Fyrir Mamma Mia lærði ég textann eins og hljóð og svo lærði ég frá hinum leikurunum hvenær og hvernig ég ætti að bregðast við. Þetta var erfitt en fyndið ferli,“ segir Barthe um það hvernig það sé að taka þátt í söngleik á tungumáli sem hún tali ekki

Barthe þurfti að takast á við aðra stóra áskorun þegar henni var boðið að taka þátt í Fórn, nýjustu uppfærslu Íslenska dansflokksins, en hún þurfti að læra að spila á gítar á stuttum tíma. „Ég þurfti að læra að spila á gítar á nokkrum vikum. Það var mjög krefjandi og áhugavert. Eftir að hafa farið í gegnum tæknilegu hliðina lærði ég lagið eins og dans fyrir fingurna.“

Það gæti verið að Barthe sé á leiðinni um allan heim með gítarinn en fyrirhugaðar eru sýningar á Fórn út um allan heim. Síðasta sýningin Íslenska dansflokksins á Fórn verður sunnudaginn 9. apríl.  

Anaïs Barthe þurfti að læra á gítar á nokkrum vikum …
Anaïs Barthe þurfti að læra á gítar á nokkrum vikum fyrir Fórn. ljósmynd/Jónatan Grétarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál