Hættu að taka vinnuna með þér heim

Það er mikilvægt að ná að ná að slaka vel …
Það er mikilvægt að ná að ná að slaka vel á eftir erfiðan vinnudag. mbl.is/Thinkstockphotos

Ef maður hættir ekki að hugsa og tala um vinnuna á kvöldin og slakar ekki nógu vel á nær maður ekki nógu góðri hvíld. Mydomaine fór yfir nokkur atriði sem geta hjálpað fólki við að mæta endurnært á hverjum morgni í vinnuna. 

Ekki drekka vín á kvöldin prófaðu te 

það getur verið freistandi að láta líða úr sér eftir erfiðan vinnudag með vínglas í hendi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að vín getur haft slæm áhrif á svefninn. Það getur því verið gott ráð að fá sér te sem hefur róandi áhrif, til dæmis kamillute. 

Ekki tala um vinnuna, reyndu að búa til plön

Ef maður heldur áfram að tala um vinnuna þegar heim er komið getur manni liðið eins og maður sé enn þá í vinnunni. Fólk ætti frekar að reyna ræða framtíðarplön yfir kvöldmatnum. Það hefur betri áhrif á geðheilsuna að ræða um framtíðina en að dvelja í fortíðinni. 

Ekki horfa á sjónvarp, lestu frekar skáldsögu

Sjónvarp og aðrir miðlar geta haft þreytandi áhrif á fólk, það er mun minna áreiti að slaka á með bók í hendi. 

Það er róandi að lesa góða skáldsögu fyrir svefninn.
Það er róandi að lesa góða skáldsögu fyrir svefninn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ekki reyna að vinna fram á háttatíma, reyndu að vera í núinu 

Þeir sem vinna mikið og fram á kvöld ættu að taka sér tíma áður en þeir fara sofa til þess að slaka á. Einnig ef fólk vinnur heima þá ætti það að einbeita sér að einu í einu. Til dæmis að vera til staðar yfir kvöldmatnum. 

Ekki hugsa um mistök heldur settu þér markmið 

Þegar komið er upp í rúm er auðvelt að fara að hugsa um vinnuna, eitthvað sem hefði mátt betur fara. Betra að hugsa um hvað þú getur gert á morgun. 

Það getur verið gott að fá sér slakandi te á …
Það getur verið gott að fá sér slakandi te á kvöldin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál