Lærðu að útbúa skrímsli og kynjaverur

Mikil stemning var á námskeiðinu.
Mikil stemning var á námskeiðinu. Ljósmynd / Kristín Stefánsdóttir

NN Make Up Studio útskrifaði á dögunum sinn annan hóp í brelluförðun eða „special effect“-förðun, en skólinn sérhæfir sig í stuttum förðunarnámskeiðum fyrir einstaklinga og fagfólk.

Á námskeiðinu lærðu nemendur að vinna við kvikmyndir og leikhús, en þaulreyndir kennarar með áralanga reynslu í faginu miðluðu af reynslu sinni. Nemendur lærðu allt sem viðkemur SFX-förðun, svo sem að útbúa sár, ör, uppvakningaförðun, öldrun og grímur. Þá lærðu nemar einnig grundvallaratriðin á bak við karakterhönnun og handrit.

Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Steinunn Þórðardóttir kenna við skólann, en þær eru báðar starfandi við fagið. Steinunn hlaut meðal annars Edduna fyrir förðun og gervi í Málmhaus en Sigríður Rósa vann fjölda ára í þjóðleikhúsinu, Latabæ og fleiri verkefnum svo eitthvað sé nefnt.

Fyrir útskrift unnu nemendur að lokaverkefni þar sem þeirra karakter var myndaður í ljósmyndaveri, en eins og sjá má var sköpunargleðin við völd.

Hér má sjá myndband frá námskeiðinu, sem er hreint ekki kræsilegt. 

Verkefnin voru afar ævintýraleg.
Verkefnin voru afar ævintýraleg. Ljósmynd / Arnþór Birkisson
Hópurinn var augljóslega hugmyndaríkur.
Hópurinn var augljóslega hugmyndaríkur. Ljósmynd / Arnþór Birkisson
Sumar persónurnar eru ansi skuggalegar.
Sumar persónurnar eru ansi skuggalegar. Ljósmynd / Arnþór Birkisson
Lokaverkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg.
Lokaverkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg. Ljósmynd / Arnþór Birkisson
Hér má sjá sjálfa Rauðhettu í uppfærðri mynd.
Hér má sjá sjálfa Rauðhettu í uppfærðri mynd. Ljósmynd / Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál