Er kominn tími til að skipta um vinnu?

Þessi ætti kannski að skipta skipta um starfsvettvang.
Þessi ætti kannski að skipta skipta um starfsvettvang. Ljósmynd / Getty Images

Allflestir mæta í vinnuna til þess að geta framfleytt sér og sínum. Það þýðir þó ekki að fólk ætti að hanga í drepleiðinlegri vinnu, eingöngu til þess að geta borgað reikninga. Stundum er einfaldlega best að róa á ný mið, eins og fram kemur í frétt Prevention. Sér í lagi ef eftirfarandi atriði hringja einhverjum bjöllum.

Þú hefur ekki áhuga á að bæta við þig þekkingu
Ef þú hefur tapað fróðleiksþorstanum og vilt frekar fela þig í kaffistofunni í stað þess að læra nýja hluti sem viðkoma vinnunni þinni getur verið tímabært að róa á ný mið.

Þú nennir ekki að rétta fram hjálparhönd
Ef svar þitt við hinum ýmsu beiðnum er iðulega „það er ekki í mínum verkahring“ gæti verið kominn tími á nýtt starf. Enginn vill að honum sé drekkt í vinnu, en ef þú nennir alls ekki að leggja neitt á þig er það merki þess að þú hafi ekki áhuga á því sem fyrirtækið er að fást við.

Þú rumpar verkefnunum af
Það er ekkert að því að vinna verkefnin sín hratt og örugglega. En þegar einstaklingar eru farnir að drífa sig sem mest þeir mega við að ljúka verkefnunum sínum getur það bent til þess að þeim sé farið að leiðast í vinnunni.

Þú kvíðir því að mæta í vinnuna
Ef þú kvíðir því að mæta til vinnu á hverjum morgni ættir þú að hugsa þinn gang. Það er eðlilegt að vera latur stöku sinnum, og langa frekar að vera heima að horfa á Netflix. En ef það er daglegt brauð er ekki allt með felldu.

Þú hangir á samfélagsmiðlum allan daginn
Ef þú eyðir ómældum tíma á samfélagsmiðlum getur það bent til þess að þú sért kominn með leið á vinnunni, eða vinnufélögunum.

Það er ekki þess virði að eyða bróðurpartinum úr deginum …
Það er ekki þess virði að eyða bróðurpartinum úr deginum í að líða svona. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál