Hæfileikar skipta ekki öllu máli

Það þarf meira en bara hæfileika til þess að ná …
Það þarf meira en bara hæfileika til þess að ná árangri. mbl.is/Thinkstocphotos

Hvað sem við tökum okkur fyrir hendur þá koma alltaf tímapunktar þar sem verkefnin virðast vera flóknari og erfiðari en vanalega. Það sem skilur á milli þeirra sem njóta mikillar velgengni eru ekki endilega hæfileikar heldu andlegur styrkur. 

Greinarhöfundur Entrepreneur gerði lista yfir nokkra þætti sem fólk sem nýtur velgengni býr yfir. Þessi atriði hafa ekkert að gera með sérstaka hæfileika heldur frekar persónuleika og hvernig fólk bregst við aðstæðum.

Það býr yfir fjórum þáttum andlegs styrks

Það skiptir máli að hafa gott sjálfstraust og trúa því að maður geti gert hlutina. Að taka áskorunum fagnandi og að fólk trúi því að það er stjórni sínu lífi og geti ráðið örlögum sínum. Að hafa seiglu er góður kostur þegar unnið er að settum markmiðum.

Tilfinningagreind

Það þykir kostur að hafa góða tilfinningagreind sem þýðir í raun að þekkja og taka tillit til tilfinninga manns sjálfs og annarra. 

Að eiga ekki tilkall til neins

Þrátt fyrir að við eigum öll rétt á því að vera hamingjusöm og njóta velgengni þá þurfum við að vinna fyrir henni. Fólk sem býr yfir miklum andlegum styrk veit að það þarf að vinna fyrir hlutunum.

Sveigjanleiki

Þeir sem búa yfir miklum andlegum styrk geta fundið nýjar lausnir að vandamálum. Maður þarf að vera sveigjanlegur til þess að bregðast við þeim aðstæðum sem koma upp.

Það lærir af fortíðinni og horfir fram á veginn

Þeir sem geta lært af fortíðinni án þess að dvelja þar of lengi búa yfir góðum kosti. Fólk ætti að hugsa um fortíðina eins og æfingu fyrir framtíðina.

Það heldur ró sinni

Það að vera rólegur hjálpar fólki að takast á við erfiðar aðstæður.

Það vælir ekki, kvartar eða gagnrýnir

Þrátt fyrir að það sé eðlilegt fyrir okkur að kvarta af og til þá hefur það neikvæð áhrif á okkur sjálf ef við gerum það of mikið. Í stað þess að eyða öllum þeim tíma og orku sem fer í neikvæðnina reynir fólk sem býr yfir miklum andlegum styrk að hugsa um hvernig hægt sé að finna lausn á málinu.

Það býr yfir eldmóð

Fólk sem býr yfir miklum andlegum styrk er alltaf á tánum og til í að taka virkan þátt í verkefnum.

Það er samkvæmt sjálfu sér

Hvort sem það er fólk sem nýtur velgengni í listum, íþróttum eða viðskipum á það það sameiginlegt að vera samkvæmt sjálfu sér. Eru dugleg að mæta á æfingar, halda sig við efnið og eru ábyrg.

Þau eru þakklát

Í stað þess að hafa áhyggjur yfir því hvað þau eiga ekki eru þau þakklát fyrir það sem þau hafa. Til dæmis ef að fyrirtækið fer á hausinn eru þau þakklát fyrir það sem þau lærðu á fyrirtækinu.

Fólk sem nær góðum árangri býr oft yfir miklum eldmóð.
Fólk sem nær góðum árangri býr oft yfir miklum eldmóð. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál