Svona hugsa farsælir einstaklingar

Flestir myndu telja Opruh Winfrey farsælan einstakling.
Flestir myndu telja Opruh Winfrey farsælan einstakling. mbl.is/AFP

Sumt fólk nýtur meiri velgengni í lífinu en annað. Það þarf ekki að þýða að það sé endilega með hærri greindarvísitölu en annað fólk. Hlutir eins og hvernig þeir forgangsraða og skipuleggja sig getur skipt máli. Entrepreneur tók saman lista af 11 atriðum sem einkenna hugsunarhátt farsæls fólks. 

Það er nákvæmt

Farsælt fólk setur sér markmið og nær þeim með því að vera nákvæmt í hugsun. Í stað þess að segjast ætla að reyna að ná meiri svefni setur það sér það markmið að fara að sofa klukkan hálftíu. Eða í staðinn fyrir að segjast ætla að léttast setja þau sér nákvæmari markmið eins og að léttast um fimm kíló með því að borða salat í hádeginu.

Þau hugsa í mínútum þegar þau plana hluti

Þau vita að þau þurfa að nýta tímann sinn vel. Það er þekkt að farsælt fólk er alltaf í eins fötum til þess að spara sér þann tíma sem fer í að setja saman föt fyrir daginn.

Þau vita að það þarf hóp fólks til að ná árangri

Fólk nær betri árangri þegar það vinnur vel með rétta fólkinu. Þegar fólk áttar sig á því nær það meiri árangri.

Það er alltaf að læra

Það veit að það þarf að halda áfram að læra. Farsælt fólk heldur því áfram að læra með því til dæmis að lesa sér til og fara á námskeið. Margir halda að þeir hafi ekki tíma til að lesa en ef Bill Gates, Warren Buffett og Oprah Winfrey geta það þá getur þú það líka.

Mark Zuckerberg hefur náð miklum árangri.
Mark Zuckerberg hefur náð miklum árangri. mbl.is/AFP

Það lærir inn á tilfinningagreind sína

Það er gott að vera með góða tilfinningagreind þegar þarf að leysa vandamál og vera í samskiptum við annað fólk. Það eru ekki allir sem fæðast með góða tilfinningagreind en það geta allir unnið að því að vera ekki fullkomnunarsinnar, taka sér frí frá vinnu, sýna samkennd, einbeita sér að því jákvæða og setja sér mörk.  

Það er raunsætt og jákvætt

Það er ekki nóg að vera bara jákvæður það þarf smá raunsæi í bland. Farsælt fólk vanmetur til dæmis ekki hversu erfið ákveðin verkefni eru. Rannsóknir sýna að þeir sem búa yfir þessum kosti eru hamingjusamari og hafa betri stjórn yfir sjálfum sér og sínum tilfinningum.

Það hugsar út í hlutina

Áður en það setur sér markmið hugsar það út í hvort það getur náð markmiðinu. Til dæmis er ekki nógu gott ef markmiðið er að borða alltaf salat í hádeginu en svo ertu á fundi í hádeginu einn dag og ótrúlega upptekinn annan daginn og þá er engin leið að ná markmiðinu. Þeir sem eru farsælir hugsa út í hvað getur komið upp á sem kemur í veg fyrir að þeir nái markmiðum sínum og hvernig þeir geti brugðist við þeim aðstæðum.

Það hugleiðir

Oprah Winfrey talaði um að betri svefn, betra samband við maka, börn og samstarfsfélaga fylgdi hugleiðslunni. Það er þekkt að fólk sem hefur notið mikillar velgengni hugleiði.

Steve Jobs klæddist iðulega eins fötum, mögulega til þess að …
Steve Jobs klæddist iðulega eins fötum, mögulega til þess að spara tíma. mbl.is/AFP

Það hugsar um heilsuna

Heilbrigður líkami og hugur eru hornsteinar velgengninnar. Regluleg hreyfing og heilbrigt mataræði minnkar stress og kvíða, hjálpar þér að sofa betur, bætir andlega líðan og eykur framleiðni. Það er stundum eins og það sé ekki tími til að hreyfa sig en litlir hlutir eins og að vinna við skrifborð sem er hægt að hækka eða að fara í göngutúr í hádeginu geta gert gæfumuninn.

Það notar minnisbók

Margt farsælt fólk heldur dagbók og skrifar niður hugsanir sínar og setur sér markið. Með því að fara yfir bækurnar getur það skoðað mistök sín og lært af þeim.

Það veit hvað það metur mest í lífinu

Um leið og fólk sem nýtur velgengni leggur hart að sér og vinnur mikið áttar það sig líka á því að það þarf stundum að taka sér frí og hlaða batteríin. Það leggur áherslu á að njóta lífsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál