Þeir sem sofa fram eftir eru gáfaðri

Það er merki um sjálfstæða hugsun að hlusta á líkamann …
Það er merki um sjálfstæða hugsun að hlusta á líkamann en ekki á vekjaraklukkuna. mbl.is/Thinkstocphotos

Vísindamenn komust að því að það er samhengi á milli þeirra sem eru skapandi og klárir og þeirra sem sofa fram eftir.  

Indy100 greinir frá því að í rannsókninni komi fram að fólki sem er gáfað gangi betur að nota blunda-takkann af því að hann er ný tækni sem forfeður okkar þekktu ekki. Sem sagt gáfaðra fólki gengur betur að aðlagast nútímalífi. 

Maðurinn er ekki næturdýr heldur eru hann háður ljósi. Þetta sýnir að þeir sem láta klukkuna ekki ráða för búa yfir sjálfstæðri hugsun með því að hlusta á líkama sinn. 

Vísindamennirnir gerðu rannsóknina á 130 nemendum sínum. Þeir könnuðu svefnvenjur þeirra og mældu greindarvísitöluna. Í ljós kom einföld niðurstaða: „Gáfaðri einstaklingar eru líklegri til þess að vera nátthrafnar.“

mbl.is/Thinkstocphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál