Byggja dansskóla í Gíneu

Sandra og Mamady eru að byggja dansskóla í Gíneu.
Sandra og Mamady eru að byggja dansskóla í Gíneu.

Sandra Sano Erlingsdóttir lætur það ekki nægja að kenna afrískan dans á Íslandi heldur eru hún og maðurinn hennar Mamady að byggja dansskóla í Conakry, höfuðborg Gíneu, en þau langar til að stuðla að meiri tengingu á milli Gíneu og Íslands.

Sandra segir að hún hafi verið dregin í afrótíma í Kramhúsinu fyrir rúmum 20 árum og eftir það var ekki aftur snúið. Þegar hún flutti til New York til að stunda gullsmíðanám fór hún að taka tíma hjá mjög mikilsmetnum kennurum en fór líka til Gíneu að dansa en þaðan er maðurinn hennar, Mamady. „Ég náttúrulega giftist uppáhaldsdanskennaranum mínum,“ segir Sandra og hlær. „Ég kynntist honum í New York.“

„Við erum sem sagt að fara í þriðja sinn núna í desember með hóp af fólki alls staðar að úr heiminum í dansferð. Þá eru tveir danstímar á dag,“ segir Sandra bætir þó því við að fólk geti dansað allan daginn í Gíneu. En þar er fólk að spila tónlist og dilla sér allan daginn. 

Aðspurð hvort hún finni mun á lífsviðhorfum Gíneubúa og Íslendinga segir hún svo vera. „Þau eiga minna af veraldlegum hlutum en eru samt miklu glaðari en við. Þannig að ég finn fyrir því að þau eru miklu glaðari, það er alltaf gleði í öllu. Alltaf tónlist og dans, eitthvað sem vantar svo mikið hér heima. Hér þarf fólk að fara í danstíma til að dansa eða drekka sig blindfullt. Við erum svolítið að gleyma okkur í þessu lífsgæðakapphlaupi. Þegar maður fer til Gíneu þá er það rosalega stresslosandi og þú gleymir öllu.“

Sandra heillaðist af afródansi fyrir rúmlega 20 árum.
Sandra heillaðist af afródansi fyrir rúmlega 20 árum.

En þau Mamady reyna að vera atvinnuskapandi þegar þau fara í dansferðir til Gíneu. „Það er rosaleg fátækt og atvinnuleysi í Gíneu og þegar við erum að koma með nemendur þá ráðum við marga í vinnu bæði dansara og trommara og fólk til þess að elda þannig við erum líka að reyna að skapa atvinnu þarna úti,“ segir Sandra. 

Eins og er leigja þau húsnæði fyrir þá sem koma á námskeiðin til þeirra en von er á breytingu á því þar sem þau eru að byggja dansskóla sem þau fjármagna sjálf. En þar stefna þau á að dvelja með nemendum sínum í framtíðinni þegar þau fara í dansferðir. 

Það liggur því beint við að spyrja Söndru hvort hún ætli ekki bara að flytja til Gíneu þar sem hún er að byggja skóla. Hún er þó ekki á því. „En kannski þegar ég verð gömul,“ segir hún að lokum. 

Hér er hægt að lesa meira um ferðina með Söndru og Mamady. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál