Frítt örnámskeið fyrir lesendur Smartlands

Kæri lesandi Smartlands. 

„Ég er mikið gefin fyrir vorhreingerningar og finnst alveg tilvalið að yfirfæra þá ást mína á fjármálin. Með öðrum orðum, mér finnst upplagt að taka fjárhagslega vorhreingerningu árlega. Af því tilefni hef ég sett saman frítt örnámskeið þar sem ég fjalla um algengar peningaáskoranir og leiðir til að mæta þeim. 

Þetta örnámskeið er ætlað þeim sem upplifa að þeir geti gert betur þegar fjármálin eru annars vegar. Ég er ekki að vísa til þess að fólk sé í sérlegum greiðsluvanda, því þá eiga önnur úrræði við. Nei, ég á við áskoranir eins og að vera með ágætistekjur en ná ekki að leggja fyrir – þrátt fyrir góðan ásetning. Eða að upplifa efasemdir og jafnvel ótta þegar fjárfestingar eru annars vegar. En ég ætla ekki að hafa frekari orð um efni og innihald örnámskeiðsins því ég vil endilega hvetja þig til að horfa og hlusta,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching og pistlahöfundur á Smartlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál