13 atriði sem andlega sterkt fólk gerir ekki

Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni.
Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni. mbl.is/AFP

Andlegur styrkur skiptir miklu máli en það sést einna best á því sem fólk gerir ekki hversu mikinn andlegan styrk það hefur. Að sögn Amy Morin, höfundar bókar um 13 hluti sem fólk sem er andlega sterkt gerir ekki, snýst styrkurinn um hugsanir, hegðun og tilfinningar. The Independent fór yfir þessi 13 atriði.

Það eyðir ekki tíma í að vorkenna sjálfu sér

Það kemur fram hjá Morin að fólk eyðileggur bara sjálft sig með því að vorkenna sér. En hún vill meina að sjálfsvorkunnin komi í veg fyrir að fólk njóti þess að vera til. Lykillinn er að hugsa um það góða í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur.

Það lætur ekki annað fólk draga úr sér

Fólk þarf að standa með sjálfu sér og vera ákveðið. Ef annað fólk stjórnar gjörðum þínum stjórnar það árangri þínum. Það er mikilvægt að halda utan um markmið sín og vinna að þeim. Morin nefnir Opruh Winfrey sem dæmi en hún ólst upp í fátækt og við kynferðisleg ofbeldi. Hún lét það hins vegar ekki draga úr sér og náði miklum árangri.

Það hræðist ekki breytingar

Það er auðvelt að hræðast breytingar, hins vegar með því að forðast þær kemur það í veg fyrir ákveðinn þroska. „Því lengur sem þú bíður því erfiðara verður það,“ segir Morin. „Annað fólk mun taka fram úr þér.“

Það reynir ekki að stjórna því sem ekki er hægt að stjórna

Að reyna að hafa fullkomna stjórn á öllu getur endað með miklum kvíða. En það er ekki hægt að stjórna öllu. Með því að hætta að einbeita sér að því sem þú hefur enga stjórn á geturðu aukið hamingju þína og minnkað stress.

Það hefur ekki áhyggjur af því að geðjast öllum

Fólk dæmir oft sjálft sig út frá því hvað öðru fólki þykir um það. Það er algjör andstæða við það sem telst vera andlegur styrkur. Það er tímaeyðsla að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

Það er ekki hrætt við að taka meðvitaða áhættu

Fólk er oft hrætt við að taka áhættu hvort sem er fjárhagslega eða persónulega. Það er gott að taka meðvitaða áhættu og þá þarf fólk að spyrja sig spurning út í áhættuna.

Það dvelur ekki í fortíðinni

Það sem gerðist í gær tilheyrir fortíðinni. Það er engin leið að breyta því og að dvelja í foríðinni hefur slæm áhrif á þig og getur komið í veg fyrir að vera hamingjusamur. Það er hins vegar í lagi að hugsa um fortíðina til þess að læra af henni.

Það gerir ekki sömu mistökin aftur og aftur

Með því að velta fyrir sér fyrri mistökum geturðu komið í veg fyrir að endurtaka mistökin. Það er mikilvægt að skoða hvað þú gerðir vitlaust, hvað þú getur gert betur og hvað þú mundir gera öðruvísi næst.

Það tekur velgengni annarra ekki illa

Að einbeita sér að velgengni annarra truflar þig bara á leið þinni að þínum markmiðum.

Það gefst ekki upp eftir fyrstu mistökin

Það tekur tíma að ná velgengni og það þarf oftast að takast á við einhvers konar hindranir. Mistökin gera þig bara sterkari.

Það hræðist ekki að vera eitt með sjálfu sér

Með því að vera einn með sjálfum sér hefur maður tíma til að hugsa og vinna þar með í markmiðum sínum.

Þeim finnst ekki eins og heimurinn skuldi þeim eitthvað

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það þýðir ekki að vera reiður út í heiminn vegna mistaka eða lítillar velgengni. Það þarf að vinna fyrir hlutunum, þannig er lífið. Lykillinn er að leggja sig fram, taka gagnrýni og vera meðvitaður um galla sína. Fólk verður bara fyrir vonbrigðum þegar það fer að bera sig saman við aðra.

Það býst ekki við árangri strax

Fólk þarf að hafa þolinmæði. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu og þess vegna er mikilvægt að vera með raunhæfar væntingar.

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP
mbl.is

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

18:00 Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

15:00 Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

12:00 Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »

Þegar gólfefni er valið

09:00 „Okkur hjónin greinir á um hvernig við högum gólfefnum á milli herbergja. Ég vil endilega halda í gamlan sjarma gólfefnanna með því að halda sem flestu en bara pússa upp parketið. Maðurinn minn aftur á móti vill helst flota allt og lakka.“ Meira »

Teiknar stjörnurnar með augnskugga

06:00 Þessi 15 ára stelpa teiknar andlit stórstjarna á augnlokin sín með snyrtivörum.  Meira »

Sjáið hús frægasta rappara heims

Í gær, 23:59 Hús rapparans sáluga, Tupac, er nú til sölu í Los Angeles fyrir tæplega 300 milljónir íslenskra króna.  Meira »

Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

í gær Fólk sem er hamingjusamt kýs frekar að eiga frítíma í stað þess að eiga mikinn pening. En það er markmið flestra í lífinu að verða hamingjusamir. Meira »

Fær 330 þúsund frá sykurmömmu

Í gær, 21:00 27 ára karlmaður segir frá því hvernig það er að eiga eitt stykki sykurmömmu.   Meira »

300 milljóna króna partýhús

í gær Húsið var byggt árið 1957 og hefur lítið breyst síðan.  Meira »

Léttari og styttri línur áberandi í sumar

í gær Hárgreiðslumeistarinn Sigrún Davíðsdóttir, sem starfar á hárgreiðslustofunni Senter, er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að hártískunni. Meira »

Vinsælustu snapparar landsins

í gær Snapparar eru einstaklingar sem að eru með opinn Snapchat-aðgang og gefa fylgjendum sínum innsýn í sitt daglega líf.   Meira »

Líta betur út þyngri en léttari

í gær Tölurnar á vigtinni eru ekki það sem skiptir mestu máli. Heilbrigður og flottur líkami er ekki endilega léttur líkami. Konur hafa verið duglegar að birta myndir af sér þar sem þær líta betur út þyngri en léttari. Meira »

Svona slakar þú almennilega á í fríinu

í fyrradag Hvernig þú upplifir ferðalagið getur skipt sköpun í andlegri vellíðan.  Meira »

Sex merki sem gáfaðir bera með sér

21.7. Það er fleira en bara hátt skor á greindavísitöluprófi sem gefur til kynna hvort fólk sé gáfað eða ekki.   Meira »

Sköllóttir og sexý

21.7. Það eru fjölmargir glæsilegir íslenskir karlmenn sem bera skallann með mikilli reisn. Það er því ekkert óttast þótt hárið sé byrjað að þynnast. Meira »

Maður með gervifót kosinn Herra England

21.7. Jack Eyers, Herra England, er 28 ára gamall, fyrirsæta og líkamsræktarþjálfari. Þetta er í fyrsta skipti sem maður sem hefur misst útlim vinnur keppnina. Meira »

Kærastinn á erfitt með að fá fullnægingu

í fyrradag „Þegar við erum saman í rúminu hefur hann enga sérstaka löngun í venjulegar samfarir. Besta leiðin fyrir hann virðist vera að fróa sér sjálfur. Þannig eru meiri líkur á fullnægingu hjá honum og sáðláti.“ Meira »

Margrét Lára selur íbúðina

21.7. Knattspyrnukonan Margrét Lára Viðarsdóttir og sjúkraþjálfarinn Einar Örn Guðmundsson hafa sett fallega útsýnisíbúð sína í Selásnum á sölu. Meira »

Karlotta prinsessa í notuðum skóm

21.7. Rauðu skórnir sem Karlotta prinsessa klæddist í Póllandi í vikunni voru áður í eigu frænda hennar, Harry Bretapins.   Meira »

Bestu stellingarnar þegar þú ert stressuð

20.7. Ef konur eru stressaðar getur það komið í veg fyrir að þær fái fullnægingu. Það er því um að gera að reyna stunda kynlíf í stellingum sem eru góðar fyrir stressið. Enda hjálpar fullnæging í stressinu. Meira »
Meira píla