13 atriði sem andlega sterkt fólk gerir ekki

Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni.
Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni. mbl.is/AFP

Andlegur styrkur skiptir miklu máli en það sést einna best á því sem fólk gerir ekki hversu mikinn andlegan styrk það hefur. Að sögn Amy Morin, höfundar bókar um 13 hluti sem fólk sem er andlega sterkt gerir ekki, snýst styrkurinn um hugsanir, hegðun og tilfinningar. The Independent fór yfir þessi 13 atriði.

Það eyðir ekki tíma í að vorkenna sjálfu sér

Það kemur fram hjá Morin að fólk eyðileggur bara sjálft sig með því að vorkenna sér. En hún vill meina að sjálfsvorkunnin komi í veg fyrir að fólk njóti þess að vera til. Lykillinn er að hugsa um það góða í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur.

Það lætur ekki annað fólk draga úr sér

Fólk þarf að standa með sjálfu sér og vera ákveðið. Ef annað fólk stjórnar gjörðum þínum stjórnar það árangri þínum. Það er mikilvægt að halda utan um markmið sín og vinna að þeim. Morin nefnir Opruh Winfrey sem dæmi en hún ólst upp í fátækt og við kynferðisleg ofbeldi. Hún lét það hins vegar ekki draga úr sér og náði miklum árangri.

Það hræðist ekki breytingar

Það er auðvelt að hræðast breytingar, hins vegar með því að forðast þær kemur það í veg fyrir ákveðinn þroska. „Því lengur sem þú bíður því erfiðara verður það,“ segir Morin. „Annað fólk mun taka fram úr þér.“

Það reynir ekki að stjórna því sem ekki er hægt að stjórna

Að reyna að hafa fullkomna stjórn á öllu getur endað með miklum kvíða. En það er ekki hægt að stjórna öllu. Með því að hætta að einbeita sér að því sem þú hefur enga stjórn á geturðu aukið hamingju þína og minnkað stress.

Það hefur ekki áhyggjur af því að geðjast öllum

Fólk dæmir oft sjálft sig út frá því hvað öðru fólki þykir um það. Það er algjör andstæða við það sem telst vera andlegur styrkur. Það er tímaeyðsla að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

Það er ekki hrætt við að taka meðvitaða áhættu

Fólk er oft hrætt við að taka áhættu hvort sem er fjárhagslega eða persónulega. Það er gott að taka meðvitaða áhættu og þá þarf fólk að spyrja sig spurning út í áhættuna.

Það dvelur ekki í fortíðinni

Það sem gerðist í gær tilheyrir fortíðinni. Það er engin leið að breyta því og að dvelja í foríðinni hefur slæm áhrif á þig og getur komið í veg fyrir að vera hamingjusamur. Það er hins vegar í lagi að hugsa um fortíðina til þess að læra af henni.

Það gerir ekki sömu mistökin aftur og aftur

Með því að velta fyrir sér fyrri mistökum geturðu komið í veg fyrir að endurtaka mistökin. Það er mikilvægt að skoða hvað þú gerðir vitlaust, hvað þú getur gert betur og hvað þú mundir gera öðruvísi næst.

Það tekur velgengni annarra ekki illa

Að einbeita sér að velgengni annarra truflar þig bara á leið þinni að þínum markmiðum.

Það gefst ekki upp eftir fyrstu mistökin

Það tekur tíma að ná velgengni og það þarf oftast að takast á við einhvers konar hindranir. Mistökin gera þig bara sterkari.

Það hræðist ekki að vera eitt með sjálfu sér

Með því að vera einn með sjálfum sér hefur maður tíma til að hugsa og vinna þar með í markmiðum sínum.

Þeim finnst ekki eins og heimurinn skuldi þeim eitthvað

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það þýðir ekki að vera reiður út í heiminn vegna mistaka eða lítillar velgengni. Það þarf að vinna fyrir hlutunum, þannig er lífið. Lykillinn er að leggja sig fram, taka gagnrýni og vera meðvitaður um galla sína. Fólk verður bara fyrir vonbrigðum þegar það fer að bera sig saman við aðra.

Það býst ekki við árangri strax

Fólk þarf að hafa þolinmæði. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu og þess vegna er mikilvægt að vera með raunhæfar væntingar.

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál