13 atriði sem andlega sterkt fólk gerir ekki

Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni.
Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni. mbl.is/AFP

Andlegur styrkur skiptir miklu máli en það sést einna best á því sem fólk gerir ekki hversu mikinn andlegan styrk það hefur. Að sögn Amy Morin, höfundar bókar um 13 hluti sem fólk sem er andlega sterkt gerir ekki, snýst styrkurinn um hugsanir, hegðun og tilfinningar. The Independent fór yfir þessi 13 atriði.

Það eyðir ekki tíma í að vorkenna sjálfu sér

Það kemur fram hjá Morin að fólk eyðileggur bara sjálft sig með því að vorkenna sér. En hún vill meina að sjálfsvorkunnin komi í veg fyrir að fólk njóti þess að vera til. Lykillinn er að hugsa um það góða í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur.

Það lætur ekki annað fólk draga úr sér

Fólk þarf að standa með sjálfu sér og vera ákveðið. Ef annað fólk stjórnar gjörðum þínum stjórnar það árangri þínum. Það er mikilvægt að halda utan um markmið sín og vinna að þeim. Morin nefnir Opruh Winfrey sem dæmi en hún ólst upp í fátækt og við kynferðisleg ofbeldi. Hún lét það hins vegar ekki draga úr sér og náði miklum árangri.

Það hræðist ekki breytingar

Það er auðvelt að hræðast breytingar, hins vegar með því að forðast þær kemur það í veg fyrir ákveðinn þroska. „Því lengur sem þú bíður því erfiðara verður það,“ segir Morin. „Annað fólk mun taka fram úr þér.“

Það reynir ekki að stjórna því sem ekki er hægt að stjórna

Að reyna að hafa fullkomna stjórn á öllu getur endað með miklum kvíða. En það er ekki hægt að stjórna öllu. Með því að hætta að einbeita sér að því sem þú hefur enga stjórn á geturðu aukið hamingju þína og minnkað stress.

Það hefur ekki áhyggjur af því að geðjast öllum

Fólk dæmir oft sjálft sig út frá því hvað öðru fólki þykir um það. Það er algjör andstæða við það sem telst vera andlegur styrkur. Það er tímaeyðsla að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

Það er ekki hrætt við að taka meðvitaða áhættu

Fólk er oft hrætt við að taka áhættu hvort sem er fjárhagslega eða persónulega. Það er gott að taka meðvitaða áhættu og þá þarf fólk að spyrja sig spurning út í áhættuna.

Það dvelur ekki í fortíðinni

Það sem gerðist í gær tilheyrir fortíðinni. Það er engin leið að breyta því og að dvelja í foríðinni hefur slæm áhrif á þig og getur komið í veg fyrir að vera hamingjusamur. Það er hins vegar í lagi að hugsa um fortíðina til þess að læra af henni.

Það gerir ekki sömu mistökin aftur og aftur

Með því að velta fyrir sér fyrri mistökum geturðu komið í veg fyrir að endurtaka mistökin. Það er mikilvægt að skoða hvað þú gerðir vitlaust, hvað þú getur gert betur og hvað þú mundir gera öðruvísi næst.

Það tekur velgengni annarra ekki illa

Að einbeita sér að velgengni annarra truflar þig bara á leið þinni að þínum markmiðum.

Það gefst ekki upp eftir fyrstu mistökin

Það tekur tíma að ná velgengni og það þarf oftast að takast á við einhvers konar hindranir. Mistökin gera þig bara sterkari.

Það hræðist ekki að vera eitt með sjálfu sér

Með því að vera einn með sjálfum sér hefur maður tíma til að hugsa og vinna þar með í markmiðum sínum.

Þeim finnst ekki eins og heimurinn skuldi þeim eitthvað

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það þýðir ekki að vera reiður út í heiminn vegna mistaka eða lítillar velgengni. Það þarf að vinna fyrir hlutunum, þannig er lífið. Lykillinn er að leggja sig fram, taka gagnrýni og vera meðvitaður um galla sína. Fólk verður bara fyrir vonbrigðum þegar það fer að bera sig saman við aðra.

Það býst ekki við árangri strax

Fólk þarf að hafa þolinmæði. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu og þess vegna er mikilvægt að vera með raunhæfar væntingar.

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP
mbl.is

Krónískir verkir, hin gleymda umræða?

16:09 „Bólgusjúkdómar sem valda krónískum sársauka, auk vefjagigtar, eru mein sem geta haft mikil áhrif á andlega líðan þeirra sem þjást af þeim. Ég verð að segja að mér finnst vera allt of lítil umræða um verkjasjúkdóma, ekki einungis í samfélaginu heldur líka innan akademíunnar.“ Meira »

3 frábærar myndir sem fjalla um sykur

15:00 „Heimildamyndir hafa verið sérstaklega veigamiklar síðustu ár vegna aukins áhuga enda ótrúlega gaman að kynnast málefnum sem áhugi er fyrir á ítarlegan, fræðandi og skemmtilegan hátt. Það eru margar myndir sem fjalla um sykur og áhrif hans á okkur og hérna eru mínar uppáhalds og ég mæli eindregið með þeim öllum. Hægt er að nálgast þær allar á netinu.“ Meira »

Nýtískulegt í Arnarnesinu

12:00 Gráir veggir mæta dökkum innréttingum í þessu huggulega einbýlishúsi í Arnarnesinu. Búið er að taka húsið töluvert í gegn.   Meira »

40 ára íslensk kona vill komast í samband

09:00 „Ég er 40 ára og kem úr alkafjölskyldu sem hefur gert það að verkum að ég er lokuð þegar kemur að samskiptum við annað fólk - erfið æska. Í dag er ég einhleyp, barnlaus, með tvær kisur og er rosalega einmana,“ segir íslensk kona sem langar í mann. Meira »

Dior-dragtin stóð fyrir sínu

06:00 Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, var heldur betur settleg til fara þegar hún hitti Harry Bretaprins á dögunum.  Meira »

Hlýlegt og huggulegt í Barmahlíð

Í gær, 22:00 Við Barmahlíð í Reykjavík stendur reisulegt hús, en þar er finna afar huggulega fjögurra herbergja íbúð. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð, eldhúsið var tekið í gegn árið 2012 en þar er að finna gegnheila eikarinnréttingu. Þá setja fallegar grænbláar flísar skemmtilegan svip á baðherbergið. Meira »

Heillandi lína Ernu Einarsdóttur

í gær Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, sýndi sína fjórðu línu fyrir fyrirtækið. Línan í ár nefnist Skugga-Sveinn og var hún sýnd fyrir troðfullu Héðinshúsi. Meira »

Þetta gerist ef þú heldur áfram í sykurleysi

Í gær, 19:00 „Það að hætta í sykri mun jafna orkuna hjá þér. Það hætta að vera hæðir og lægðir og þú ættir að upplifa jafnari og mun meiri orku. Þú vaknar ferskari, sefur mögulega betur og hvílist þar með betur og það skilar sér í mörgu sem þú þarft að takast á við yfir daginn í vinnu, skóla eða heima fyrir.“ Meira »

Í 20 þúsund króna kjól á fyrsta opinbera viðburðinum

í gær Harry Bretaprins og Meghan Markle brugðu undir sig betri fætinum á dögunum þegar þau skelltu sér saman opnunarhátíð Invictus-leikanna í Toronto. Leikkonan var að sjálfsögðu óaðfinnanlega til höfð. Meira »

Er sambandið þitt í hættu?

í gær Oft verða smáatriði að stórmálum þegar sambandið er komið á þetta stig og ástaratlotin minnka smám saman eða hverfa að mestu eða öllu úr sambandinu. Meira »

Dásamleg frumsýning

í gær Stykkið Óvinur fólksins var frumsýnt á föstudaginn á stóra sviði Þjóðleikhússins. Margmenni var á frumsýningunni en verkið er eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð. Una Þorleifsdóttir leikstýrir verkinu. Meira »

Next með „stórar stærðir“ í barnadeildinni

í gær Það er ekki óalgengt að fataverslanir fyrir fullorðna bjóði upp á stærri stærðir, það er hins vegar ekki jafnalgengt að barnafatadeildir bjóði upp á stórar stærðir. Meira »

Lærðu að þekkja dulnefni sykurs

í fyrradag „Í tilefni af átakinu Sykurlaus september, datt mér í hug að skrifa smá um sykur og þau ótal dulnefni sem hann er falinn undir. Auðvitað hafa margar greinar verið skrifaðar um sykur og áhrif hans á líkama okkar, svo og um það hversu háan sykurstuðul tiltekin sætuefni hafa.“ Meira »

Ertu að koma í veg fyrir svitalyktina rétt?

24.9. Það er fastur liður hjá mörgum að setja á sig svitalyktareyði áður en farið er út úr húsi á morgnana. Það er tóm vitleysa ef notaður er svitalyktareyðir sem vinnur að því að koma í veg fyrir svita. Meira »

Með fjársjóð af mögnuðum fæðingarsögum

24.9. Auður Bjarnadóttir hefur kennt meðgöngujóga í heil 17 ár, en sjálf kynntist hún því þegar hún gekk með yngsta son sinn. Auður hafði þá nýlokið jógakennaranámi og var búsett í Bandaríkjunum. Meira »

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

24.9. Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Heiðrún og Hjörvar eiga von á barni

í fyrradag Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Hjörvar Hafliðason eiga von á barni. Hún er komin 20 vikur á leið. Parið tilkynnti um óléttuna á Instragram. Meira »

Nauðsynlegt að vera með mottur á gólfum

24.9. Mottur hafa gengið í endurnýjun lífdaga síðustu árin. Nú þykir fólk ekki vera með á nótunum ef það er ekki með mottur í stofunni, eldhúsinu eða jafnvel á baðherberginu. Meira »

Æfir sex daga vikunnar

24.9. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og fitness-drottning, segir að það skipti hana miklu máli að vera í góðu formi. Hún æfir sex daga vikunnar og gætir þess vel að hafa aldrei nammidaga marga daga í röð. Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

23.9. Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »