13 atriði sem andlega sterkt fólk gerir ekki

Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni.
Oprah Winfrey dvelur ekki í fortíðinni. mbl.is/AFP

Andlegur styrkur skiptir miklu máli en það sést einna best á því sem fólk gerir ekki hversu mikinn andlegan styrk það hefur. Að sögn Amy Morin, höfundar bókar um 13 hluti sem fólk sem er andlega sterkt gerir ekki, snýst styrkurinn um hugsanir, hegðun og tilfinningar. The Independent fór yfir þessi 13 atriði.

Það eyðir ekki tíma í að vorkenna sjálfu sér

Það kemur fram hjá Morin að fólk eyðileggur bara sjálft sig með því að vorkenna sér. En hún vill meina að sjálfsvorkunnin komi í veg fyrir að fólk njóti þess að vera til. Lykillinn er að hugsa um það góða í lífinu og þakka fyrir það sem maður hefur.

Það lætur ekki annað fólk draga úr sér

Fólk þarf að standa með sjálfu sér og vera ákveðið. Ef annað fólk stjórnar gjörðum þínum stjórnar það árangri þínum. Það er mikilvægt að halda utan um markmið sín og vinna að þeim. Morin nefnir Opruh Winfrey sem dæmi en hún ólst upp í fátækt og við kynferðisleg ofbeldi. Hún lét það hins vegar ekki draga úr sér og náði miklum árangri.

Það hræðist ekki breytingar

Það er auðvelt að hræðast breytingar, hins vegar með því að forðast þær kemur það í veg fyrir ákveðinn þroska. „Því lengur sem þú bíður því erfiðara verður það,“ segir Morin. „Annað fólk mun taka fram úr þér.“

Það reynir ekki að stjórna því sem ekki er hægt að stjórna

Að reyna að hafa fullkomna stjórn á öllu getur endað með miklum kvíða. En það er ekki hægt að stjórna öllu. Með því að hætta að einbeita sér að því sem þú hefur enga stjórn á geturðu aukið hamingju þína og minnkað stress.

Það hefur ekki áhyggjur af því að geðjast öllum

Fólk dæmir oft sjálft sig út frá því hvað öðru fólki þykir um það. Það er algjör andstæða við það sem telst vera andlegur styrkur. Það er tímaeyðsla að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst.

Það er ekki hrætt við að taka meðvitaða áhættu

Fólk er oft hrætt við að taka áhættu hvort sem er fjárhagslega eða persónulega. Það er gott að taka meðvitaða áhættu og þá þarf fólk að spyrja sig spurning út í áhættuna.

Það dvelur ekki í fortíðinni

Það sem gerðist í gær tilheyrir fortíðinni. Það er engin leið að breyta því og að dvelja í foríðinni hefur slæm áhrif á þig og getur komið í veg fyrir að vera hamingjusamur. Það er hins vegar í lagi að hugsa um fortíðina til þess að læra af henni.

Það gerir ekki sömu mistökin aftur og aftur

Með því að velta fyrir sér fyrri mistökum geturðu komið í veg fyrir að endurtaka mistökin. Það er mikilvægt að skoða hvað þú gerðir vitlaust, hvað þú getur gert betur og hvað þú mundir gera öðruvísi næst.

Það tekur velgengni annarra ekki illa

Að einbeita sér að velgengni annarra truflar þig bara á leið þinni að þínum markmiðum.

Það gefst ekki upp eftir fyrstu mistökin

Það tekur tíma að ná velgengni og það þarf oftast að takast á við einhvers konar hindranir. Mistökin gera þig bara sterkari.

Það hræðist ekki að vera eitt með sjálfu sér

Með því að vera einn með sjálfum sér hefur maður tíma til að hugsa og vinna þar með í markmiðum sínum.

Þeim finnst ekki eins og heimurinn skuldi þeim eitthvað

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og það þýðir ekki að vera reiður út í heiminn vegna mistaka eða lítillar velgengni. Það þarf að vinna fyrir hlutunum, þannig er lífið. Lykillinn er að leggja sig fram, taka gagnrýni og vera meðvitaður um galla sína. Fólk verður bara fyrir vonbrigðum þegar það fer að bera sig saman við aðra.

Það býst ekki við árangri strax

Fólk þarf að hafa þolinmæði. Hlutirnir gerast ekki á einni nóttu og þess vegna er mikilvægt að vera með raunhæfar væntingar.

Bill Gates.
Bill Gates. mbl.is/AFP
mbl.is

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

Í gær, 23:00 „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »

Svona missti Jackson 30 kíló eftir barnsburðinn

Í gær, 20:30 Söngkonan Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári. Með góðri hjálp er hún búin að léttast um 30 kíló. Þjálfari Jackson leysir frá skjóðunni. Meira »

Ertu að gera út af við þig?

Í gær, 17:30 Við vinnum allt of langan vinnudag oft og tíðum og þegar við ljúkum deginum hömumst við í ræktinni (förum jafnvel í hádeginu) hendumst síðan í búðir eftir að hafa náð í börnin í leikskólann – skólann – íþróttirnar – píanótímana eða hvað svo sem tekur við eftir venjulegan vinnudag allra, förum heim og eldum – sjáum um heimalærdóminn og náum svo að draga andann þegar við erum búin að koma öllum í háttinn, eða hvað? Meira »

Magnús leigir út á Airbnb

Í gær, 14:32 Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu. Meira »

150 milljóna glæsihöll

Í gær, 11:41 Við Austurkór í Kópavogi stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 2012. Húsið er 310 fm að stærð og sérlega vandað. Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar hjá RH-innréttingum og er granít í borðplötunum. Meira »

Að sofa á hliðinni hraðar öldrun húðarinnar

Í gær, 10:33 Hjúkrunarfræðingur stjarnanna veit sitt hvað um þær aðferðir sem virka til þess að halda húðinni unglegri. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk sofi á hliðinni. Meira »

Heillandi verkum Guðrúnar fagnað

Í gær, 06:00 Málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur undir yfirskriftinni „Málverk“ var opnuð með glæsibrag á dögunum í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Hópur af fólki lét sjá sig á opnuninni sem er ekkert skrýtið því verkin eru heillandi. Meira »

Verðlaunaðu þig

Í gær, 09:00 Orður, slaufur og nælur eru áberandi í hausttískunni. Ef við fáum ekki hrós eða orður fyrir vel unnin störf eða bara meistaratakta í eigin lífi þá er um að gera að taka málin í sínar hendur og kaupa sér slíkan grip sjálfur. Meira »

Búin að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði

í fyrradag „Það var heimskulegt en ég gerði mér upp fullnægingu frá byrjun þar sem mér finnst ég svo lengi að fá það og skammaðist mín of mikil til þess að vera hreinskilin.“ Meira »

Nýtt íslenskt fatamerki fyrir plús-stærðir

í fyrradag Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður kynnti nýtt merki sitt á Oddsson á laugardagskvöldið. Um er að ræða fatamerkið Zelma shapes sem er fyrir konur í plús-stærðum. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem föt úr merkinu voru sýnd. Meira »

Glamúr á tískusýningu Victoria's Secret

í fyrradag Undirfatatískusýning Victoria's Secret er ein umtalaðasta tískusýningu í heiminum. Hver ofurfyrirsætan á fætur annarri kom fram í undirfötum sem hæfa englum. Meira »

Brúnar og stæltar fitness-drottningar

í fyrradag Köttaðir og brúnir kroppar kepptu á bikarmótinu í fitness í Háskólabíói sem fram fór um helgina. Um 90 keppendur stigu á svið og voru þeir hver öðrum flottari eins og sést á myndunum. Meira »

Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

í fyrradag Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. Meira »

Skvísuveisla á Garðatorgi

í fyrradag Það var glatt á hjalla þegar Baum und Pferdgarten-verslun var opnuð á Garðatorgi. Fötin hafa hingað til fengist í Ilse Jacobsen á Garðatorgi en nú er öll línan fáanleg í versluninni. Helstu skvísur landsins mættu í partíið. Meira »

Jessica Biel með fimm sekúndna hártrix

19.11. Leikkonan Jessica Biel veit að það þarf ekki að vera með stífa hárgreiðslu til þess að líta vel út. Fylgihlutir geta heldur betur bjargað málunum. Meira »

Níu atriði sem gera þig aðlaðandi

19.11. Byrjaðu kvöldið með ljóta fólkinu svo þú lítir betur út þegar þú ert borin saman við hina. Þetta er reyndar bara eitt ráð af mörgum til þess að láta þig líta út fyrir að vera meira aðlaðandi. Meira »

Klæddist þremur kjólum í brúðkaupinu

í fyrradag Serena Williams fékk Söruh Burton hjá Alexander McQueen til þess að hanna brúðarkjólinn sinn. Burton hannaði einnig brúðarkjól Katrínar hertogaynju. Meira »

Dragðu fram ljómann

í fyrradag Það sem einkennir góðar snyrtivörur er að þær nái að draga fram það besta í andliti konunnar. Þetta vita eigendur BECCA sem er splunkunýtt snyrtivörumerki hér á landi. Meira »

Er gift manni en er ástfangin af konu

19.11. „Það endaði með því að við stunduðum kynlíf í bílnum og við höfum verið að hittast síðan þá. Við stundum frábært kynlíf en það er meira en það, við erum ástfangnar.“ Meira »

Fimm á dag ekki nóg fyrir frú Trump

19.11. Melania Trump er þekkt fyrir gæsilega framkomu enda fyrrverandi fyrirsæta. Forsetafrúin passar hvað hún setur ofan í sig og er ekki hrifin af tískumegrunarkúrum. Meira »