Sex merki sem gáfaðir bera með sér

Steve Jobs var gáfaður maður.
Steve Jobs var gáfaður maður. mbl.is/AFP

Ýmislegt í fari fólks getur gefið í skyn hversu gáfað það er. Það er því ekki bara gamla góða greindavísitöluprófið sem getur sagt til um gáfur fólks. Insider tók saman nokkrar leiðir sem geta gefið í skyn hvort fólk sé yfir meðalgreind eða ekki. 

Elsta barnið

Elsta barnið er oftast gáfaðast en gen eru ekki ástæðan. Munurinn á elsta systkininu og á þeim sem eftir komu var ekki gífurlegur en þó sýnilegur. Ástæðan er talin vera sálfræðilegt samspil foreldra og barns. 

Grannt fólk

Rannsóknir hafa sýnt að fólk í grennri kantinum sé gáfaðra. Því stærra mitti því lægri greindarvísitala. 

Fólk sem á kött

Í rannsókn sem var gerð á háskólanemum árið 2014 var hundafólk félagslyndara, hinsvegar var kattafólkið með hærri vitsmunalega greind. 

Örvhentir

Í rannsókn á karlmönnum kom í ljós að örvhentir áttu auðveldara með að finna skapandi lausnir á vandamálum. 

Hávaxnir

Í Princeton-rannsókn kom í ljós að þeir sem voru hávaxnir fengu háa einkunn á greindarvísitöluprófi sem börn og fengu hærri laun á fullorðinsárum. 

Þeir sem eru áhyggjufullir

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem áhyggjufullir eru líklegri til að bera af þegar ákveðnar gáfur eru annars vegar. 

Þeir sem kjósa ketti fram yfir hunda eru líklegri til …
Þeir sem kjósa ketti fram yfir hunda eru líklegri til þess að vera gáfaðri. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál