Björk og Auður á leið í sjónvarp

Björk Eiðsdóttir og Auður Húnfjörð stýra þættinum MAN á Hringbraut.
Björk Eiðsdóttir og Auður Húnfjörð stýra þættinum MAN á Hringbraut.

Björk Eiðsdóttir og Auður Húnfjörð, sem reka tímaritið MAN, eru á leið í sjónvarp en þær eru að fara að byrja saman með sjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. 

Þátturinn MAN mun hefja göngu sína miðvikudaginn 6. september og verður þátturinn á dagskrá kl. 20.00. Björk Eiðsdóttir er ekki ókunnug dagskrárgerð sjónvarpsefnis en hún var áður með þáttinn Kvennaráð sem var á dagskrá hjá Hringbraut.

„Þetta verður spennandi samstarf og vonandi til að styrkja báða miðla. Við munum að einhverju leyti notast við efnistök MAN þá stundina enda af nægu að taka þar í hverjum mánuði sem hægðarleikur er að kafa dýpra í. Svo munum við skoða ýmsar hliðar mannlífsins, rétt eins og við gerum í tímaritinu. Fyrsti þátturinn fer í loftið daginn áður en fjögurra ára afmælisblað MAN kemur út, svo tímasetningin gæti ekki verið betri í okkar huga og gaman að færa út kvíarnar við þau tímamót,“ segir Björk í samtali við Smartland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál