Cocoa Puffs í morgunrútínu Bill Gates

Bill Gates er bara venjulegur maður þó svo hann sé …
Bill Gates er bara venjulegur maður þó svo hann sé ríkasti maður í heimi. mbl.is/AFP

Bill Gates, stofnandi Microsoft, er ríkasti maður í heimi. Þrátt fyrir mikla velgengni eru margar af hans venjum ósköp venjulegar. Independant fór yfir það hvað Gates gerir á daginn. Nú er hann hættur hjá Microsoft og ver tíma sínum í Bill & Melinda Foundation. 

Gates fullyrðir að hann borði Cocoa Puffs í morgunmat. Eiginkona hans Melinda Gates segir hann þó oftast sleppa morgunmat. 

Hann er sagður fara á hlaupabrettið eftir að hann vaknar þar sem hann nýtir stundum tímann og horfir á DVD-diska frá the Teaching Company sem innihéldu hin ýmsu námskeið. 

Gate les blöðin á morgnana. Uppáhaldsblöðin hans eru sögð vera The New York Times, The Wall Street Journal og The Economist. 

Hann skipuleggur tímann sinn einstaklega vel og notar fimm mínútna regluna sem Elon Musk notar líka. Fimm mínútna reglan felst í því að skipta deginum upp í fimm mínútna lotur.

„Ostborgari, ostborgari, ostborgari,“ svaraði Gates á Reddit þegar hann var spurður út í hvað væri uppáhaldssamlokan hans. Vonandi borðar hann þó ekki ostborgara í öllum hádegishléum enda ekki sérlega hollt, sérstaklega ekki ef hann borðar Cocoa Puffs í morgunmat. 

Þó svo að það sé yfirleitt mikið að gera hjá Gates gefur hann sér alltaf tíma til þess að kíkja í bækur enda mikill lestrarhestur. Á heimasíðu hans má meðal annars finna lista af bókum sem hann mælir með. 

Hann nýtur þess síðan að eyða tíma með fjölskyldu sinni en hann á þrjú börn auk þess hefur hann gaman af því að spila bridge um helgar. 

Í lok dags finnst honum gott að vaska upp og passar upp á að hann fái sjö tíma svefn. 

Bill Gates og Melinda Gates.
Bill Gates og Melinda Gates. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál