Farsælt fólk oftast fætt í þesum mánuði

Það kemur kannski ekki á óvart að Beyoncé er fædd …
Það kemur kannski ekki á óvart að Beyoncé er fædd í september. mbl.is/AFP

Samkvæmt rannsókn sem vísindamenn við háskóla í Toronto, Florida og Northwestern gerðu kom í ljós að fólk sem var fætt í september var líklegra til þess að njóta farsældar en fólk fætt í öðrum mánuðum. 

Rannsóknin var gerð á um milljón almenningsskólanemum í Florida fæddum á árunum 1994 til 2000. Í ljós kom að þeir sem fæddir voru í september voru með meira sjálfstraust, voru líklegri til þess að fara í háskóla og ólíkleg til að lenda í unglingafangelsi. 

Þeir sem fæddir voru í ágúst áttu hins vegar erfiðara en þeir sem fæddust í öðrum mánuðum. 

Ástæðan fyrir þessu er mögulega skólakerfið en ólíkt íslenska skólakerfinu þar sem elstu börn hvers bekkjar eru þau sem fæðast í janúar eru elstu börn hvers bekkjar í Englandi og mörgum ríkjum í Bandaríkjunum fædd í september. 

Ef rannsóknin væri heimfærð á íslenskt samfélag mætti álykta að farsælustu einstaklingar íslensk samfélags sé það fólk sem fætt er í janúar. 

Amy Poehler á afmæli 16. september.
Amy Poehler á afmæli 16. september. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál