Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir ...
Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir syni sína. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir

Olga Helena Ólafsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Iceland, meistaranemi og hóptímakennari og einkaþjálfari hjá World Class stofnaði hún nýverið netverslunina Von með vinkonu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta varan er komin út en það er minningabók fyrir fyrsta ár barnsins. Smartland spurði Olgu Helenu út í bókina og móðurhlutverkið. 

Hvaðan kom hugmyndin að bókinni? 

Hugmyndin kom þegar ég og vinkona mín Eyrún Anna vorum báðar óléttar í verslunarleiðangri í leit af fallegri bók fyrir strákana okkar til að skrá niður ýmsar minningar. Eftir að hafa skoðað úrvalið fannst okkur vanta bók sem uppfyllti okkar væntingar. Því ákváðum við að hanna fallega minningabók sem varðveitir allar yndislegu minningarnar frá fyrsta ári barnsins. Við tók langur en skemmtilegur tími sem fór í hönnun og hugmyndavinnu. Að hanna sína eigin vöru með ungbarn krafðist skipulags og þrautseigju. Við hönnun á bókinni skoðuðum við margar bækur bæði á íslensku og ensku ásamt því að spyrja bæði foreldra og verðandi foreldra hvað þeim þætti mikilvægt að kæmi fram. Fólk sýndi mikinn áhuga á bókinni og gaf það okkur aukið sjálfstraust í að láta hana verða að veruleika.

Af hverju er mikilvægt að varðveita minningar á bók fyrstu árin?

Á fyrsta ári barnsins gerast ótrúlega mörg kraftaverk sem þú vilt varðveita og gaman er að halda utan um. Þú vilt muna eftir fyrsta brosinu, fyrsta skrefinu, fyrsta orðinu og fleiri merkum atburðum. Í bókinni eru kaflar sem hægt er að fylla inn í eins og meðganga, fæðing, fyrsta nóttin heima, nafngift, steypiboð (e. babyshower), ættartré, merkir viðburðir, hver mánuður fyrir sig, eins árs afmæli og nóg pláss fyrir myndir.

Hvernig var tilfinningin að framleiða sína eigin vöru?

Allt ferlið hefur verið lærdómsríkt en mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða á arminum. Þegar við fengum vöruna tilbúna í hendurnar og komið var að því að opna síðuna fundum við stresshnút í maganum en á sama tíma tilhlökkun og spenning fyrir komandi tímum.

Hvernig móðir vilt þú vera?

Ég vil vera móðir sem alltaf er til staðar fyrir börnin mín. Vil hvetja þau til að elta markmið sín og láta drauma sína rætast.

Hvernig breyttist lífið eftir að þú eignaðist barn? 

Lífið breyttist heldur betur. Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því. Ég trúði ekki að hægt væri að elska einhvern svona heitt og skilyrðislaust. Þú horfir á litla manneskju sem þú í alvörunni bjóst til.

Hvernig hafa viðtökurnar við bókinni verið?

Viðtökur við bókinni hafa farið langt fram úr okkar væntingum og erum við ótrúlega þakklátar fyrir öll jákvæðu viðbrögðin sem hún hefur fengið. Fyrsta upplag er langt á veg komið og nú þegar höfum við pantað fleiri eintök.

Eru þið byrjaðar á næsta verkefni?

Já, það eru nokkur verkefni sem við erum nú þegar byrjaðar að vinna að og gerum við ráð fyrir að næsta vara komi á markaðinn á næstu mánuðum.

Hægt er að panta bókina inn á Facebook-síðu Von Verslun.

Olga Helana og Eyrún Anna.
Olga Helana og Eyrún Anna. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir
mbl.is

Þráir að komast á hundasleða

20:28 Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Pólitísk plott og átök

17:28 Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

14:28 Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11:28 Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

10:01 Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

09:33 Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

Í gær, 23:32 Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

08:00 „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

Í gær, 21:00 Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »

Viltu skarta þínu fegursta um jólin?

í gær Þegar einn annasamasti tími ársins er á næsta leiti hættir okkur til að gleyma gleðinni í amstri dagsins. Auk daglegra verka eru flest okkar í óðaönn að skipuleggja hátíðina, skreyta húsið að utan og innan, undirbúa að pakkarnir verði á sínum stað. Meira »

Fimm merki um að rassinn sé of aumur

í gær Það er ekki nóg að gera bara magaæfingar þar sem það skiptir líka máli að hafa sterka rassvöðva. Þú færð ekki bara kúlurass af því að gera rassæfingar heldur getur líkamsstaðan líka batnað. Meira »

Eftirlætismaskari Lilju Ingva

í gær Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari er mikil áhugamanneskja um snyrtivörur en hún segist gjarnan verða eins og krakki í nammibúð þegar hún kíkir í snyrtivöruverslanir. Við fengum að kíkja í snyrtibuddu Lilju og forvitnast um eftirlætis maskarann. Meira »

Nýtt útlit fyrir 6.000 kr.

í gær Eftir langt tímabil hvítra veggja eru litaðir veggir að verða móðins á ný. Fyrir um fimm árum fór að bera á gráum tónum og að heilu íbúðirnar væru málaðar í sama lit, bæði veggir og loft. Síðan tók blái liturinn við en nú er grænn að verða vinsælli. Meira »

Líkamstjáning sem margborgar sig

í fyrradag Til þess að koma vel fyrir getur ekki bara borgað sig að halda augnsambandi og heilsa fólki af öryggi þar sem það er líka ráðlagt að spegla hreyfingar fólks, þó ekki á kjánalegan hátt. Meira »

Rassaæfing Adriönu Lima

9.12. Adriana Lima sýndi það á tískusýningu Victoria's Secret að hún gleymdi ekki að æfa rassvöðvana. Hér er rassæfing sem Lima gerði þegar hún bjó sig undir tískusýninguna. Meira »

10 flottustu kinnbeinin að sögn lýtalæknis

9.12. Kinnbein leikkonunnar Keira Knightley bera af ef eitthvað er að marka lýtalækni. Breskur lýtalæknir fór yfir beiðnir frá sjúklingum sínum og setti saman lista yfir tíu konur með flott kinnbein. Meira »

Christian Louboutin hannaði Stjörnustríðsskó

í gær Skóhönnuðurinn Christian Louboutin hannaði fjögur skópör í tilefni af frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Skórnir eru hannaðir út frá fjórum kvenpersónum en bera um leið helsta einkenni Louboutin, rauða sólann. Meira »

Með ilmkerti á ólíklegustu stöðum

í fyrradag Steinunn Jónasdóttir segir að ilmkerti hafi miklu meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Þegar hún hannar sín ilmkerti brjótast fram gamlar minningar. Meira »

Andlitsmeðferðir og jólastemning

9.12. Það var stemning á Guinot MC snyrtistofunni á Grensásvegi þegar jólagleði fyrir viðskiptavini var haldin. Á jólagleðinni var ný andlitsmeðferð sýnd en hún heitir Hydra Peeling og vinnur að endurnýjun húðarinnar. Boðið var upp á sanna jólastemningu og léttar veitingar. Meira »

10 bestu maskararnir

9.12. Alltaf erum við í leit að hinum fullkomna maskara en það er vissulega persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Nokkrir maskarar þykja þó skara fram úr og njóta alltaf mikilla vinsælda. Meira »
Meira píla