Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum.
Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Gáfað fólk ætti að þakka mæðrum sínum fyrir gáfurnar en samkvæmt rannsókn sem Psychology Spot greinir frá koma gáfnagenin frá móðurinni. 

Ástæðan er talin vera sú að gáfnagenin eru staðsett í x-litningi og konur eru með tvo x-litninga. Það er því tvisvar sinnum líklegra að börn fái gáfnagen frá móður sinni. 

„Ef þetta sama gen er fengið frá föðurnum er það óvirkt,“ segir í greininni svo það er nokkuð ljóst að gáfur móðurinnar ráða för. Að sama skapi virka sum gen aðeins ef þau koma frá föðurnum. 

Þetta ætti þó ekki að draga úr karlmönnum þar sem greindarvísitalan sem við fæðumst með er ekki endanleg þó svo hún hafi áhrif. Að vera til staðar tilfinningalega er einnig mikilvægt fyrir þroska barns. 

Það eru ekki bara gáfnagen sem hafa áhrif á gáfur …
Það eru ekki bara gáfnagen sem hafa áhrif á gáfur barna. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál