Freistandi að slæpast á netinu í vinnunni

Fólk gerir margt annað í vinnunni en að vinna.
Fólk gerir margt annað í vinnunni en að vinna. mbl.is/Thinkstockphotos

Ný bresk rannsókn sýnir að skrifstofufólk í Bretlandi nær aðeins að vinna á afkastamikinn hátt í tæpar þrjá klukkustundir á dag eða tvo klukkutíma og 53 mínútur. Það má því spyrja sig hvort það væri hagstæðara fyrir atvinnurekendur að stytta vinnudaginn niður í þrjá klukkutíma. 

Talið er að samfélagsmiðlar og fréttasíður sé það sem truflar hve mest ef eitthvað er að marka tæplega tvö þúsund manns sem tóku þátt. 

Aðeins 21 prósent taldi sig vinna á afakastamikinn hátt allan daginn. Þegar spurt var hversu lengi fólk taldi sig vinna á afkastamikinn hátt var meðaltal svaranna tveir klukkutímar og 53 mínútur. 

Í ljós kom að nær helmingur sagðist vera á samfélagsmiðlum í vinnunni þegar hann átti að vera vinna. Hægt var að velja meira en einn möguleika en fast á hæla samfélagsmiðla komu fréttasíður.

38 prósent fólks ræddi síðan um eitthvað ótengd vinnunni við vinnufélaga og um 30 prósent nýttu tímann og bjuggu sér til heitan drykk eða sendu SMS. Hátt í 20 prósent nýttu síðan vinnutímann í það að leita sér að nýrri vinnu. 

Margir töldu þessar pásur gera vinnudaginn þolanlegan og aðeins rúmlega þriðjungur fólks taldi sig geta komist í gegnum daginn án þess að gera eitthvað annað. 

Chris Johnson var einn af þeim sem stóð að rannsókninni og segir að niðurstöðurnar hafi komið á óvart þrátt fyrir að vita að nútímavinnustaður býður upp á miklar truflanir, sérstaklega þegar fólk er með síma. 

Hann segir að það sé eðlilegt að fólk taki sér pásur á vinnutíma, hins vegar er það umhugsunarvert þegar fólk er að tala í símann við vini sína eða hanga á samfélagsmiðlum. 

Fólk nær ekki að einbeita sér í átta klukkutíma á …
Fólk nær ekki að einbeita sér í átta klukkutíma á dag. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál