Hið fullkomna dagskipulag

Góður dagur byrjar á góðum morgni.
Góður dagur byrjar á góðum morgni. mbl.is/Thinkstockphotos

Til þess að hámarka afköst og hamingju er mikilvægt að skipuleggja daginn sinn vel. Hvernig það dagskipulag lítur út er síðan stærri spurning. Þetta er ekki bara hugðarefni hins venjulega fólks hvernig best sé að haga lífinu heldur er það líka viðfangsefni rannsóknarfólks. 

Business Insider  fór yfir það sem rannsóknarfólk hefur komist að og setti saman dagskipulag sem fólk ætti kannski að prófa að fara eftir. 

Slepptu sturtunni

Það er óþarfi að eyða dýrmætum tíma á morgnana að fara í sturtu ef þú fórst í sturtu daginn áður. Það er að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að þvo á sér hárið oft í viku. 

Óþarfi er að þvo hárið of oft.
Óþarfi er að þvo hárið of oft. mbl.is/Thinkstockphotos

Bíddu með kaffið

Mælt er með því að fólk bíði með fyrsta kaffibolla morgunsins þangað til að minnsta kosti einn klukkutími er liðinn frá því að fólk vaknaði. 

Morgunæfing

Rannsóknir sýna að það að æfa á morgnana margborgar sig. Fólk brennir hraðar auk þess sem æfingin færist ekki aftast í forgangsröðunina. 

Réttur morgunmatur... eða fasta

Morgunmaturinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins og þá skiptir máli að borða rétt. Mælt er með því að fólk innbyrði prótín, trefjar og holla fitu á morgnana. Ef morgunmaturinn er ekki fyrir þig hefur það reynst fólki vel að fasta dágóðan hluta dagsins. 

Sittu rétt í vinnunni

Stór hluti fólks situr á rassinum fyrir framan tölvu allan daginn. Þá er mikilvægt að sitja rétt. 

Hreyfðu þig

Þó svo að vinnan krefjist þess að þú situr fyrir framan tölvuskjá allan daginn er mikilvægt að standa reglulega upp og hreyfa sig. Ágætt er að standa upp og ganga aðeins um einu sinni á hverjum klukkutíma. 

Vatn

Mikilvægt er að drekka nóg af vatni yfir daginn. 

Vatn er lífsnauðsynlegt.
Vatn er lífsnauðsynlegt. mbl.is/Thinkstockphotos

Hollur hádegismatur

Rétt eins og með morgunmatinn er mikilvægt að fá góða næringu í hádeginu. 

Ekki of mikið af kaffi

Fólk á það til að missa sig í kaffivélinni eftir hádegi en eins og með allt annað er kaffi gott í hófi. 

Heimatilbúið nasl

Í stað þess að enda í kexhorninu korter í fjögur er sniðugt að taka saman hollt nasl til þess að hafa við skrifborðið. 

Ekki sofna með tölvuna uppi í rúmi

Það er mælt með því að fólk slökkvi á raftækjum hálftíma áður en það fer að sofa. Það er því sniðugt að leggja tölvuna og símann frá sér og lesa nokkra kafla í góðri bók fyrir svefninn. 

Hollur matur og hreyfing gerir góðan dag betri.
Hollur matur og hreyfing gerir góðan dag betri. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál