Unaðsbangsinn sem elskar á móti

Titrandi tungu og nef unaðsbangsans má stilla á tíu mismunandi …
Titrandi tungu og nef unaðsbangsans má stilla á tíu mismunandi vegu í takt við þarfir notandans. Skjáskot af Teddylove.net

Unaðsbangsinn er uppfinning hjóna frá Nýja Englandi í Bandaríkjunum en hann kom á markað í september í fyrra og fæst fyrir litlar tíu þúsund krónur.

Að sögn framleiðendanna er unaðsbangsinnn, eða Teddy Love eins og hann heitir réttu nafni, tilvalinn sem tækifærisgjöf. Til dæmis fyrir gæsa eða steggjapartý, afmæli eða jafnvel á Valentínusardag. Meira að segja gæti verið sniðugt að gefa hann við skilnað skrifa þau á síðuna TeddyLove.net

Bangsinn er hannaður með tíu mismunandi hraðastillingum og bæði nef og tunga titra að ósk notandans en hraðann má stilla með því að klípa í eyrað á bangsanum.

Unaðsbangsann má kaupa á netinu og í nokkrum sérverslunum í Bandaríkjunum en framleiðendurnir hafa meðal annars fengið þekkta leikara úr fullorðinsmyndageiranum til að aðstoða við markaðssetningu á fyrirbærinu.

Þau vilja jafnframt meina að unaðsbangsinn sé frábær sem fyrsta kynlífshjálpartæki kvenna þar sem engum ætti að stafa ógn af bangsanum sem elskar jú eiganda sinn á móti, eða eins og segir í slagorðinu: Teddy Love, the bear that loves you back.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál