Foreldrar skikkaðir á skilnaðarnámskeið

Manu Sareen, félagsmálaráðherra Danmerkur, skikkar foreldra á skilnaðarnámskeið.
Manu Sareen, félagsmálaráðherra Danmerkur, skikkar foreldra á skilnaðarnámskeið.

Félagsmálaráðherra Dana, Manu Sareen, hefur tilskipað að verja skuli 48,0 milljónum danskra króna til að fyrirbyggja að foreldrar sem ganga í gegnum skilnaðarferli lendi í deilum hvort við annað síðarmeir.

Nýjar tölur frá dönsku Hagstofunni sýna fram á að meirihluti para sem ganga í það heilaga, skilur fyrr eða síðar.

Með átakinu vill félagsmálaráðherrann, í gegnum velferðar- og jafnréttisráðuneyti, sjá til þess að foreldrar læri að temja sér samskiptareglur sem gera það að verkum að skilnaðurinn komi síður niður á andlegri heilsu barna þeirra og jafnframt vill hann fyrirbyggja að  deilur varðandi forræðismál endi hjá dómstólum. 

„Það er erfitt að stjórnast aðeins af lögum og reglum þegar fólk fer í gegnum jafn erfitt ferli og skilnaður er. Þess vegna viljum við hugsa þetta kerfi upp á nýtt svo að foreldrarnir geti frá upphafi náð tökum á því sem oftast fer alveg út af sporinu, nefnilega samskiptunum,“ segir félagsmálaráðherrann í viðtali við Politiken. 

Ráðgjöf hjá sýslumanni

Pör sem koma í fyrsta sinn til sýslumanns vegna skilnaðar fá jafnframt aðstoð við að ráðstafa umgengnisrétti við börn sín en þetta á að gerast um leið og skilnaðarmálið kemur á borð til sýslumanns svo að hægt sé  að fyrirbyggja að óheppileg mynstur fái að þróast. 

Meirihluti foreldranna verður einnig skikkaður á námskeið en fólki sem á mjög erfitt með samskipti verður boðin einstaklingsbundin samtalsmeðferð. 

„Skilnaður er fjölskylduvandamál og því er best að reyna að leysa flækjur í samvinnu við alla. Ég hef þá trú að með þessu nýja fyrirkomulagi getum við stuðlað að því að skilningur náist fyrr því allt of oft eru mamman og pabbinn í stríði og börnin verða þau sem tapa mestu.“

Verkefnið var samþykkt af meirihluta ríkisstjórnar og sem stendur eru um 1.200 foreldrar þátttakendur í verkefninu. 

Meirihluti þeirra sem gifta sig ganga í gegnum skilnað í …
Meirihluti þeirra sem gifta sig ganga í gegnum skilnað í dag. Mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál