Free The Nipple komið til að vera

Free The Nipple dagurinn í júní.
Free The Nipple dagurinn í júní. Eggert Jóhannesson

Free The Nipple hreyfingin gaf út sitt fyrsta myndband í dag en von er á fleiri myndböndum á næstu dögum. Aðspurð hvernig hugmyndin að myndbandinu hafi kviknað segir Nanna Hermannsdóttir, meðlimur hreyfingarinnar, að sig hafi langað til að halda umræðunni gangandi og langað til að eiga eitthvað til minnis um hreyfinguna. Þá voru margir búnir að ræða við hana og segjast vilja gera eitthvað til að hjálpa málstaðnum og því datt henni í hug að gera myndband. „Það sem mér fannst mikilvægast var að allir sem tóku þátt eru fólk sem við vitum að styður þetta heils hugar en ekki bara fræg andlit sem voru fengin til að vekja atygli á málstaðnum.“

Að baki myndbandinu standa þær Alma Ágústsdóttir og Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir. Alma sá aðallega um tæknilegu hliðina eins og að klippa myndböndin og er Nanna afar ánægð með vinnu hennar.

Í júní var Free The Nipple dagurinn haldinn hátíðlegur og að sögn Nönnu hefði hann ekki getað heppnast betur. Síðan þá hafa þær stöllur verið að selja boli til styrktar Stígamótum en nú er það verkefni að klárast.

Þá segir Nanna að myndböndin verði líklega það síðasta sem er skipulagt í kringum Free The Nipple baráttuna enda verði hreyfingin að fá að halda frjáls áfram. „Ég vil meina að við séum að komast hraðar að markmiðinu en nokkurn grunaði enda hefur samstaðan verið rosaleg.“ Nanna er ánægð með það hversu langt hreyfingin hefur náð fram að ganga og telur að þessi hugarfarsbreyting sé komin til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál