Melissa McCarthy hannar föt í stærðum 4-28

Leikkonan Melissa McCarthy hannar sína eigin línu.
Leikkonan Melissa McCarthy hannar sína eigin línu. AFP

Leikkonan Melissa McCarthy er nú að gefa út sína fyrstu fatalínu undir merkinu Seven7. Línan kemur í búðir þann 1. september. Í viðtali við Vogue segir McCarthy að línan sé samansett af öllu því sem að kona þarf að eiga í fataskápnum.

„Mig langaði að gera venjulegar flíkur sem mér fannst erfitt að finna í búðum.“ Flíkurnar munu allar kosta undir tuttugu þúsund krónur og eru fyrir konur í bandarískri stærð 4–28.

Markmið McCarthy með línunni er að gefa konum í yfirstærð tækifæri á að klæða sig líkt og konurnar á tískupöllunum. Verið er að eyða þeirri gömlu kreddu að aðeins svartur sé grennandi með ýmsum nýjum munstrum, litum og efnum að söng McCarthy.

Þó svo að McCarthy sé þekktust fyrir leik sinn í myndinni Bridesmaids og þáttunum Gilmore Girls lærði hún fatahönnun og textíl í menntaskóla. „Ég flutti síðan til New York með skóhönnuðinum Brian Atwood og ætlaði að klára námið þar en byrjaði þá í uppistandinu.“

Melissa McCarthy glæsileg.
Melissa McCarthy glæsileg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál